Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 8
246 KIItKJ URITIÐ það að' dreifa myrkrinu svo, að auðveldara verði að greina veg- inn fram undan og hægara að feta sig áfram. Og þá skulum vér í fyrsta lagi gera oss þetta J.jóst, að það, sem spámaðurinn kallaði að „Guð IiyJji sig“ hlýtur að vera einn liðu rinn í fyrirætlun Guðs. Hvar sem baráttan stendur í lífi mannanna og engin sjást ]>ess merki, að Guð láti sig hana nokk- uru skipta, þar er einhver hulin ástæða til þess, að hann sýnist svo fjarlægur. Ef liið andlega er ekki svo skýr og augljós lilutur, sem vér hyggjum að það ætti að vera, þá er þó eittlivert áform í fyrirætluninni, sem vér með glöggskyggni ættum að vera færir um að ráða í. Ef svo virðisl stundum sem vér séum einir með reynslu vora og harma, þá getur það ekki verið tilgangslaust; til þess hlýtur að liggja einhver dýpri ástæða. Með því er stefnt að einhverju. En ef það er allt liður í fyrirætlun Guðs, hver er þá sú fyrir- ætlun? Samkvæmt kristinni trú gelur fyrirætlun Guðs með líf vort á þessari jörð ekki verið önnur en sú, að vér þroskum ein- staklingseðli vort og alla hæfileika til sem mestrar fullkomn- unnar svo sem Guðs hörn. Það er engin uppgerðarbarátta, sem vér liöfúm verið sett inn í. Þetta líf er engin látalæti. Takmark- ið, sem keppt er að með lífi manna, Jiessu jarðneska lífi, sem Jiú og ég nú erum vistaðir í, er ekkert smáræði. Það er stórfeng- legt. Gegnum alla hina miklu þrýsting og óróa og þungu reynslu, sem og gegnum velgengni og fögnuð lífsins, er stefnt að því, að vér fáum vaxið upp í hæð Guðs barnsins og megum leiða í Ijós livað það er að vera synir og dætur liins algóða föður. Til þess dylur Guð sig. Ef máttar lians og vizku verður alls ekki vart. ef andlegur lieimur virðist engin afskipti liafa af baráttu og ]>raut- um mannanna, ])á er það einn liðurinn í þessari miklu fyrir- ætlan Guðs. Ef Guð hylur sig, eða virðist gera það, ])á er það til þess, að vér skulum taka betur á því bezta, sem hann hefur gefið oss, og vér ná að vaxa upp í það eðii og þá staðfestu lund- ernisins, sem oss er ætlað að þroskast upp í á þessari jörð. Þegar vér íliugum málið nánar, getum vér skilið, að jafnvel þetta, að Guð hylur sig, sé eitt aðalskilyrði þcssa ])roska, ]>essa vaxlar lundernisins í liinu sanna og góða. Oss er fyrst og fremsl ætlað að neyla allrar orku til að gera að staðreynd í lífi voru hinn mikla veruleik andlegs lífs. Tilvera Guðs, kærleiki Krists

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.