Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 27
KIRKJURITIÐ 265 „Hvílilardagurimi (þ. e. helgidagurinn) varð lil mannsins vegna, en ekki maðurinn vegna hvíldardagsins“. Um framferði unglinganna á Hreðavatni skal þetta eitt sagt: Auðvitað liafa þeir ekki fundið þetta upp, lieldur koma þarna fram ytri álirif úr fleiri en einni átt. Ein orsökin er sú, að þeim hefur ekki verið kennt sem skyldi að virða né meta lielgidag- inn. Of fáir foreldrar venja börnin sín á helgigöngur nú á dög- um, með því að fara iðulega með þeim í kirkju á meðan þau eru á æskuskeiði. Það varð mörgum hollur lieiinanbúnaður áð- ur og yrði enn. Að senda börn ein ti! kirkju eins og stundum er gerl, kemur ekki nema að hálfu gagni. Fordæmið og samstaðan með foreldr- unum er þeim Jiar sem í mörgu öðru blátt áfram lífsnauðsyn- legt Jiroskaskilyrði. Og ekkert safnaðarlíf verður eðlilegt né þróttmikið, nema bæði ungir og gamlir eigi sinn lilut í því. HeiSarleiki Hann er sannarlega ekki úr sögunni bérlendis, þrátt fyrir alls konar brask og ýmiss konar augnaþjónustu. Kunningi minn sagði mér sögu liér á dögunum, sem mér finnst þess verð að benni sé haldið á loft. Hann var á ferð í Lundúnuin fyrir sköminu og brá sér inn í banka til að fá skipt 1000 króna seðli í þarlenda mynt. Þegar gjaldkerinn greiddi bonuni kom í ljós, að lionuni voru taldir út enskir peningar sem samsvöruðu því að liann liefði lagt 100.000 kr. á borðið. Eitt augnablik kvað liann það liafa farið um liug sinn, að liann gæti lialdið þessum peningum. Þetta var óaðgæzla, sem bankinn bar ábyrgð á og mundi jafnvel cf til vill ekki einu sinni viðurkenna. En samtímis fann liann skýrt, að peningarnir voru rangfengn- ir og það var skylda lians við sjálfan sig og gagnvart þjóð sinni að verða fyrri til að benda á mistökin. Þetta var þar að auki banki, sem átti mikil viðskipti við íslenzkar fjárstofnanir. En það gekk ekki orðalaust né í bendingskasti að lagfæra skekkj- una. Starfsmennirnir í bankanum kváðust ekki liafa heimild til að taka peningana aftur, sem maðurinn var búinn að fá greidda. Eftir mikið umtal og ráðslaganir var bankanum lok-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.