Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 28
266 KIRKJUIUTID að vegna þrengsla, sem orðin voru sakir laí'a á afgreiðslunni. Einn aðalbankastjórinn var kvaddur á vettvang. Hann lofaði drenglyndi íslendingsins og lieiðarleika. Sagði að raunar ætti bankinn enga heimtingu á, að maðurinn skilaði peningunum aftur. Gæfi liann hins vegar yfirlýsingu um, að hann óskaði þess, væri það vel virt og þegið. Sú leið var farinn. Og kunningi miiin gekk ekki auðugur af fé út úr bankanum, en með miklum sóma. Snilldar trúvirkni Verður er verkamaðúrinn launanna. Sá skilningur fer, sem betur fer, vaxandi og einnig sú viðleitni að vinnuveitendur og verkamenn semji friðsamlega um sanngjarnt kaup og kjör. Enn munu saint ýmissir bera skarðan lilut frá borði, ekki sízt í bændastétt, eins og fólksflóttinn úr sveitunum sannar áþreif- anlega. En ég ætla að segja frá tveimur minnisstæðum dæmum um trúvirkni í starfi, sein var kannske algengari áður en nú, því miður. Fyrsta árið, sem ég var prestur, brá ég mér í húsvitjun til gamans út í lieylilöðu, sem 13 ára piltur gekk um. Ég hef aldrei séð neina stássstofu meira funsaða að sínu leyti. Hey- stabbinn var eins og lóðréttur liamraveggur, marflatur að ofan. Og í geilunum sást hvergi strá, þær voru allar sópaðar eins og liallargólf. Vandvirknin gat ekki hugsast meiri né fegurri. Annexíuleið mín forðum bí um liálfan þriðja áratug fram- lijá túngarðinum á litlu býli. Þar bjó lengi fremur fátækt fólk. En ég fór aldrei þarna lijá, án þess að liorfa með aðdáun á tað- Iilaðana, sem stóðu skammt innan við túngarðinn og blöstu við öllum vegfarendum. Þeir voru blaðnir af fágætri snilld. Sívalir og eins sléttir að utan og þeir hefðu verið sorfnir. Mér liefur fundist að fyrst unnt var að gera slíkt listaverk úr skarni, sé engin furða þótt skapa megi undraverða liluti úr betra efni. Og sá maður, sem eitthvað vinnur í líkingu þessa, lumar á eigind, sem er eftirtektarverð og á sannan orðstír skilinn. Velvirkur vinnuvíkingur lilýtur sjaldnast það lof, hvað þá það gjald fyrir erfiði silt, sem liann á skilið.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.