Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 10
248
KlRKJUItlTlÐ
lundernisins til þess að komast inn að lijarta trúarbragðanna.
Ríki andans sýnist fjarlægt oss og lieimtar af oss, að vér leiturn
þess með kostgæfni, einmitt af því að Guð ætlar oss að þroska
vorn innra mann.
í öðru lagi má á það benda, að einmitt þetta, að Guð liylur
sig, tryggir ósérplægni vora. Ef allir hlutir væru þegar í upp*
liafi gerðir augljósir, þá mundi aldrei reyna neitt á siðferðis-
þrek vort. Eins og lífinu er nú fyrir komið, veitir einmitt dimm-
an og óvissan, sein vér göngum í, eitt skilyrðið til þroskans, þótt
liún um lcið verði oss mikil reynsla. Sá maður sem eigi aðeins 1
orði, heldur og í raun og sannleika vill vera Guðs barn, verður
að elska það, sem golt er og satt, en forðast hið illa, hvernig
svo sem afleiðingarnar verða. Þótt réttlætið sé yfirbugað og
hrakið á hæl, þá verður hann að lialda fast við það jafnt fyrir
því.
Sjálf óvissa lífsins verður því lil þess að reyna oss. Oss er eigi
leyft að sjá fyrirfram síðustu útkomu hlutanna og afleiðingar
þeirra, en oss er hoðið að kjósa, hverjum vér viljum þjóna. Líf-
ið Ijóstar því upp með þessum hætti, livert langanir lijarta vors
stefna. Að Guð hylur sig, verður einmitt til þess að leiða sem
bezl í Ijós, hverjir þeir eru, sem elska hann einlæglegast. Ef
Guð er hljóður, þegar einhver illskan brýzt út meðal mann-
anna, þá er }>að til þess, að hið guðlega í manninum rísi upp
gegn henni. Hver afdrifin verða er ósjaldan látið vera komið
undir mönnunum. Vér þurfum eigi að leita langt til að sja
dæmi þessa. Hin mikla styrjöld, sem nú geysaði um flest lönd
Norðurálfunnar er áþreifanlegasta dæmið.
Hversu margan manninn furðar nú á því vor á meðal, að
Guð skuli hylja sig svo sem hann virðist gera. Sumum finnst,
að nú ætli Guð að láta rigna eldi og brennisteini af himni yf'r
atliæfi að minnsta kosti sumra hernaðarþjóðanna. Og ef ver
finnum til þessa, livað mun þá þeim finnast, sem þreyja verða
í hernaðarlöndunum fjarri orustuvöllunum. Þeir, sem í sjálfn
hríðinni standa, finna vísast minna til jiess. En ef Guð dvldist
eigi svo sem liann gerir, mundi þá reyna eins á liið sanna sið-
ferðisþrek manna í hernaðarlöndunum og nú gerir? Nú ganga
þeir lengsl í fórnfýsinni, sem hæstum vexti andlegs þroska liafa