Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 31
Bjarni SigurSsson: Þakkir Nágrannakona mín kom fyrir skömmn og sagði: Ég er kom- in hingað með afmælisgjöfina, verst, livað það liefur dregizt lengi. — Þú gefur 5000 krónur, máttu missa þetta? — Já, segir liún. Þctta er ellistyrkurinn minn fyrsta ársfjórðunginn. Svo inikið á ég séra Hallgrími Péturssyni að þakka, að minningu lians get ég aldrei ofgefið. Góðar eru gjafir þínar, óeigingjarna kona. Meira mundi þó meistaranum þykja vert um þann varma lijartans, sem fórn þín er sprottin úr. Og mikið á séra Hallgrímur á vöxtum með þess- ari þjóð. Daglega geldur liún af því lítið brot í hugsun sinni og atliöfn. ■k Á einmánuði ofanverðum símaði til mín kona, sem er mikið náttúrubarn og ann dýrum og blómum og angan úr moldu ofar öðrum hlutum jarðneskum. — Getur þjóðin ekki með einliverjum ábrifaríkum liætti sýnt í verki þakklæti sitt fyrir þennan dásamlega vetur, sem nú er að kveðja? Ég vil, að við stofnum þakkarsjóð, leggjum sanian, svo að séð verði í verki allslierjar þakkargjörð þjóðar- mnar. Og vísast yrði ærið verkefni fyrir slíkan sjóð, þar sem mögru kýmar ætla að éta upp þær feitu. Þetta sagði sú fróma kona og raunar miklu fleira viturlegt. Kannski liefur einliver viðlíka sjóðstofnun orðið í sálum okkar sjálfra við ilmari úr góðærum seinustu missera. Enginn er vesalli en sá, sem ekkert á að þakka. Margir þakka unnendum sínum þá fyrst, er þeir era dauðir. Til þess er útförin kjörið tækifæri.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.