Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 13
KIRKJUIUTIÐ 251 þér undan þeim. Og þótt þú sýnist vera einn, þá ertu það ekki. OuÖ dylur hjálp sína, en liann er ávallt að láta hjálpa oss. Gáttu 1 nióti erfiðleikum þínum með þann fasta ásetning í huga, að láta anda Krists hirtast í lífi þínu. Gáttu í móti þeim með liug- rekki og trú, og hersveitir Guðs munu umlvkja þig á alla vegu. Eitt af stórskáldum heimsins liefur sagt, að Guð sjálfur sé naestur þeim, sem liann setji einhvers staðar einan. Og víst er um það, að það er sælt að eiga þá eðlishvöt, sem segir manni að Guð sé einmitt á þeim orustuvelli, þar sem hann er ósýnilegastur. Sannlega er hann Guð, sem hylur sig. En vissulega er hann líka kuirleikans Guð, sem sendir börn sín út á skeiðvöll lífsins, til þess að þau nái þar þroska í því, sem gott er, og fullkomnist að vísdómi og erfi eilíft lilutskipti. Hann vill ekki breyta skilyrð- Wn lífsins, svo að vér ættum á liættu að missa af því, sem elska lians hefur fyrirætlað oss. En umhyggja hans og ást hættir ahlreí vfir oss að vaka. Hann hylur sjálfan sig, til þess að opin- kera sig því augljóslegar. Hann mun styðja oss og verja oss falli, ef vér höfum hann að takmarki voru og treystum honum, liversu svo sem erfiðleikarnir í bili kunna að þrengja að oss. Sannlega ert þú Guð, sem liylur þig, Israels Guð, frelsari . Þótt liann hylji sig er hann frelsari, liinn mikli, ósýnilegi hjálp- ari. Hann er að lijálpa þér og mér mitt í þrautum vorum til þess að vaxa þeim vexti, sem mestur er alls: að verða Kristi lík- 11honum sem líka stundum fannst Guð liylja sig, honum sem kað þannig í Getsemane: „Ef mögulegt er, þá víki þessi kal- eikur frá mér, þó ekki sem ég vil, heldur sein þú vilt . Ef þú °g ég eigum að fá að ná takmarki Krists-fyllingarinnar, er þá ekki allt þolandi fyrir það, sem Guðs gæzka á oss leggur? Elikna ekki allar aðrar langanir þínar í birtunni, sem leggur a( því fyrirlieiti? Gyðingar trúðu því, að maðurinn fengi eigi stað- það að sjá Guð hér í lífi. Það er sú trú, sem skáldið notar í ritinu, sem ég gat um áðan: „Gleym Jni ekki; lieyr, ó, heyr: liver, sem lítur Guð, liann deyr . Það er nokkur sannleiki fólginn í þeirri fornu trúarhugmynd. iJ;ið er oss fyrir heztu að hann liylji sig. En það kemur sú stund,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.