Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 38
Húsmæðraskólinn á Löngumýri 20 ára Húsmæðraskólinn að Löngumýri í Skagafirði útskrifaði 20. nemendahóp sinn á þessu vori. Forstöðukona lians frk. Ingibjörg Jóhannsdóttir stofnaði sjálf þennan skóla og hefur rekið liann sem einkaskóla, nema tvö síðustu árin, sem liann hefur verið á vegum þjóðkirkjunn- ar. Ingibjörg hafði áður stjórnað húsmæðraskólanum að Stað- arfelli um nokkurra ára skeið. En haustið 1943 hóf hún kennslu liúsmæðraefna heima í föðurgárði að Löngumvri, að vísu við lítinn liúsakost í fyrstu og erfið ytri skilyrði, en af lireinni hugsjón í bjartsýni og fóm- fúsri trú. Tuttugu ára starf Ingibjargar á Löngumýri er saga um af- reksverk konu. Hún hefur ein tekið að sér hlutverk, sem lieil sýslufélög og sambönd sýslufélaga hafa annars staðar gegnt og liafa átt fullt í fangi með að standa undir. En liún hefur skilað því með sæmd. Skólinn hefur vaxið og dafnað í liöndum hennar á þessum tveim áratugum, byggingar risið, og nemendafjöldinn, sein notið liefur liandleiðslu skólans og hlotið þar hollt vegarnesti í hfsför sína skiptir nokkrum hundruðum. Við hlið Ingibjargar hefur allan þennan tíma staðið sem stoð og stytta samkennarinn frk. Björg Jóhannesdóttir. Fórn- fúst starf þessara vinkvenna er til fyrirmyndar, og margur er sigurinn, sem j>ær hafa sameiginlega unnið í erfiðleikum, sem flestir liefðu látið bugast fyrir. Auk þeirra tveggja starfa nú við skólann frk. Jóhanna Björnsdóttir, sem um alhnörg ár hefur verið matreiðshikenn-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.