Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 39
KIRKJURITIÐ 277 an skólans og leyst af liendi verk silt af einstökum áhuga og skyldurækni, og ung stúlka Asbjörg J óhannsdóttir, sem réðist að skólanum á s.l. liausti. Tuttugu ára afmælisins var minnst í skólanum með veglegri hátíð laugardaginu 30. maí. Síðari liluta dags fóru bílar að streyma í hlað. Staðurinn var fánum prýddur og stórt tjald var reist til afnota fyrir lang- ferðamenn. Fólk úr öllum áttum og margir um langan veg, eldri og Vngri nemendur skólans, ungar stúlkur frá síðustu árum og giftar konur með eiginmönnum sínum, nemendur frá fyrstu aruni skólans og jafnvel gamlir nemendur frá Staðarfellsskóla. Það flaug víst í sunira brjóst spurning: Hvernig verður luegt að koma öllu þessu fólki fvrir í húsakynnunum, þótt rúmgóð seu, og veita því beina? Fólk gekk um liiisin og skoðaði sig um. Handavinnusýning, tnikil að vöxtum og gæðum var uppi. Gamlir nemendur heyrð- ust fara lofsorðum og aðdáunarorðum um allar framfarirnar, seni orðið liöfðu frá fyrri tíð í húsakosti og skólahaldi. Sezt var að borðum til veglegrar matarveizlu. Þar var þétt setinn bekkur, en engin þrengsli til óþæginda. Á fjórða hudr- nð manns sat veizluna og matföng óþrjótandi, ljúffengir kosta- réttir. Að máltíð lokinni liófst hátíðarsamkoma með guðsþjónustu, er sóknarpresturinn sr. Gunnar Gíslason, alþm. í Glaumbæ fhitti. Eftir það voru ræður lialdnar og ávörp flutt. Stjórnaði sr. Helgi Tryggvason samkvæminu. Forstöðukonan lióf máls. Eftir það var flutt ávarp frá biskupi Islands. Allir skólanefnd- armenn töluðu, þeir eru: Jóhann Salberg Guðmundsson sýslu- nxaður Skagfirðinga, séra Helgi Tryggvason, Miklabæ, og séra higólfur Ástmarsson hiskupsritari. Frk. Halldóra Eggertsdóttir námsstjóri liúsmæðraskólanna flutti ræðu. Frú Pála Pálsdóttir, kennari á Hofsósi flutti kveðju og árnaðaróskir frá sambandi Skagfirskra kvenfélaga. Frú Rósa B. Blöndals flutti ræðu. Avörp voru flutt fyrir hönd margra nemendahópa. Margar SJafir hárust skólanum og fjöldi heillaskeyta. Meðal gjafa var Ijósbúnaður í handavinnustofu frá frk. Björgu Jóhannesdóttur. Karlakór austan Héraðsvatna skemmti veizlugestum með kór-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.