Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.06.1964, Blaðsíða 6
244 KIR KJ UR]TIÐ stæðum einir uppi með erfiðleika vora og harma. Vér fengum eigi skilið, livers vegna slíkt mótlæti var látið oss að liendi hera, og vér gátum eigi séð, hvern tilgang slíkt gæti haft. En oss fannst vér ætla að liníga undir byrðinni. Himininn sýnd- ist læstur, að minnsta kosti hiddi einliver móða hann algerlega sjónum vorum. Og þó var þráin ef til vill aldrei meiri en þá eftir Guði, eftir að verða var við elsku hans og afskifti. En liversu sem vér leituðum, lánaðisl það ekki. Allar hugsanir vorar leiddust að þessu: „Sannlega ert þii guð, sem hylur þig“. Dýpstu vandaspurningamar koma æfinlega lífinn við —- voru eigin h'fi. Vandamálin, sem sumir fræðimennirnir eru að brjóta heilann um, raska sjaldnast ró vorri. Vandaspurn- ingarnar, þær er í sannleika valda skilningi vomm erfiðleik- um, eru ekki fundnar upp í fræðikerfum, heldur réttir lífið þær að oss. Og ég þykist sannfærður um, að ef vér vildum sýna og gætum sýnt hver öðrum fulla einlægni og tækjum að tala saman um hina lielgustu liluti, þá yrðum vér öll — eða flest- öll — ásátt um það, að eitt hið furðulegasta vandamál trúar- lífsins sé sett fram í þessum orðum textans: „Sannlega ert þú Guð, sem hylur þig, Israels Guð“. Þessi vandaspurning getur horizl lil vor eftir mjög mismun- andi leiðum, og bæði þú og ég getum orðið liennar varir, þótt mjög svo ólíkt standi á fyrir okkur. Stundum finnst oss það undarlegt og torskilið, hvers vegna Guð opinberar sig mönnun- um ekki enn áþreifanlegar og gerir þeim vegu sína kunna og sýnilega. Stundum getur það verið baráttan milli ills og góðs, sem vekur spurninguna. Hið illa virðisl verða ofan á og hið góða fara lierfilega halloka. Hví skerst Guð þá ekki beinlínis í leik- inn? Eða j)ú kannt að liafa fundið sárara til þessa út af þinni eigin mæðu eða hörmum. Þú hefur ef til vill staðið uppi í þung- um raunum og hrópað lil Guðs, en liann hefur sýnzt vera svo langt í burtu. Þér fannst þú mundir geta borið byrði þína, liversu þung sem hún virðist vera, ef eitthvert ljós skini á veg þinn, ef þú fengir að sjá Ijós merki þess, að þrautir þínar og harmar væru einn liðurinn í gæzkuríkri fyrirætlan Guðs með oss. Það, sem þér finnst svo óbærilegt, er einmitt þetta: Þú f*1 eigi séð, að þrautir þínar standi í neinu samhandi við Guð og kærleiksráðstafanir hans. Það, sem kemur trú þinni í mest

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.