Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1966, Page 16

Kirkjuritið - 01.01.1966, Page 16
10 KIRKJURITIÐ Mikið fannst mér frú Áslaug fögur í skautbúningi, þar sem hún stóð við hlið manns síns. Ósjálfrátt liugsaði ég sem svo: Hvers vegna var þessi kona að giftast presti? Hví þá ekki lieild- sala eða ráðherra? En svarið kom í hugann jafnskjótt: Þannig fer Guð að. Alltaf skal hann gefa ástvinum sínum það bezta, sem liann á í eigu sinni. Ytri atvik urðu þess valdandi, að sr. Bjarni vígði mig til prests. Það var og mér mikið gleðiefni. En aldrei liefði liann viljað stíga feti framar en staða lians bauð. Slík var liáttvísi lians innan kirkju sem utan. Tilfinning lians fyrir því, sem við átti hverju sinni, var með fádæmum, enda sótzt eftir nærveru lians, þar sem mikið var í húfi um virðuleik og háttvísi sam- kvæmisgesta. Sr. Bjarni var viðkvæmur tilfinningamaður og þess vegna auðsærður, en laus við að erfa mótgerðir. Hann vildi lifa í friði og sátt við alla menn. Man ég kvöldið fvrir vígsludag minn, er liann kallaði á mig á sinn fund. Ég sárkveið fyrir þeim fundi, því að ég bjóst við, að nú vildi liann fá að heyra ræðuna, sem enn var í sköpun. Erindið var allt annað. Hann lagði áherzlu á þýðingu og ábyrgð prestsvígslunnar og samfundir okkar enduðu með ritningar- lestri og bæn fyrir morgundeginum. Hugur minn var í upp- námi á vígsludaginn, en ég man nokkrar setningar lir vígslu- ræðunni. Þær túlka viðliorf sr. Bjarna til liinnar liáleitu köll- unar: „Yér berum liinn dýrmæta fjársjóð í brotliættu keri. 1 því er lielgur tilgangur . . . Presturinn er sendur af Guði til þess að vitna um ljósið. Það eru svo margir sem vilja vera ljós- ið. Ekki ert þú ljósið, en þú átt að vitna um ljósið, — liið eina sanna ljós, sem lýsir, þegar öll önnur ljós eru sloknuð.“ Þegar ég sá sr. Bjarna í prestabópi, livort beldur var í kirkju eða á mannfundum, — livernig framkoma lian öll var látlaus og bógvær, virðuleg en jafnframt örugg, fannst mér hann oft segja nieira og betur með þögninni, lieldur en aðrir, sem töl- uðu. Nú er sr. Bjarni liorfinn heim til Guðs. Hið mikla og trú- fasta starf þessa stórbrotna og sérstæða kirkjuliöfðingja í með- bvr og mótbyr verður mér hvatning til þess sjálfur að reynast trúr. É^ mun ávallt blessa minningu elskulegs vígshiföður, um leið og ég bið ástvinum lians ölluni þess friðar og þeirrar gleði, sem Guð einn getur gefið.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.