Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1966, Page 18

Kirkjuritið - 01.01.1966, Page 18
12 KIRKJURITIÐ Ert þú ekki afturhvarfsmaftur sem kallaft er? Veit ekki vel livað átt er við með orðinu, „afturhvarfsmað- ur“. Sé átt við, livort ég „prédiki afturhvarf“, — eða hvort ég liafi sjálfur reynt afturlivarf, þá er svar mitt við þeim spurn- ingum liið sama: „Já, auðvitað.“ Mér liefir oft fundist leiðin- legt að inóðurmál vort skuli ekki eiga gamalt og gott lýsingar- orð samsvarandi við afturhvarf svipað og Danir t. d. tala um „omvendelse“ og „omvendt“. Hvernig var andlega andrúmsloftift í Reykjavík og landinu almennt á námsárum þínum? Um það get ég ekki dæmt almennt, ókunnugur víðast livar fyrr en eftir aldamót. Vissi ekki að nokkur kennari Latínu- skólans, minntizt á trúmál við skólapilta, nema Páll Melsteð sögukennari, og svo auðvitað kennarinn í kristnum fræðum, sr. Eiríkur Briem, en þar var fremur „þululærdómur“ en vitn- isburður, og svo óvinsæl námsgrein að piltum þótti mörgum lítil meðmæli þegar einhver „kunni vel“. Þegar ég var í I. bekk voru trúmál rædd á einum fundi í skólapiltafélaginu Framtíftin. Man ég að einn piltur úr 6. bekk, síðar sýslumaður, tók alveg málstað kristindóms. Á liinn hóginn virtust flestir ræðumenn hallast að orðum 5. bekkings, síðar ritstjóra, er sagði: „Því meira, sem ég liefi lært, því minna hefi ég trúað.“ Skyldu-kirkjuferðir skólapilta virtust mér alveg áhrifalausar, Jiótt þá daga væru ungu stúlkurnar fjölmennari en aðra sunnudaga í illa sóttri kirkju. Ekki vissi ég að trúmál væru rædd í hænum, fyrr en farið var að skamma nýkominn Hjálp- ræðisher. Það bar lítið á að nokkur maður hefði lært 9. kafla Helgakvers, öðru vísi en sem „dauða þulu“, — þótt sá kafli yrði mér til hjálpar á úrslitastund í framandi landi í október 1901. Snemma tók ég eftir því og þó bezt eftir aldamótin að kirkjurækni var meiri á Suðurlandi — víðast hvar en annar- staðar á landinu, og svipað mátti segja um altarisgöngur. Þeim lmignaði að stórum mun síðustu 12 ár síðustu aldar, samkvæmt skýrslum biskups. Þó var stundum mikill munur í sama pró- fastsdæmi, t. d. voru eitt árið um 280 altarisgestir á Tjörn í Svarfaðardal, en samtímis 28 á Akureyri. „Sorglegar tölur“ kallaði Vcrfti Ijós (I. árg. hls. 156) þessar skýrslur, og var ekki

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.