Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1966, Qupperneq 22

Kirkjuritið - 01.01.1966, Qupperneq 22
16 KIItKJURITIÐ stundum 50 ár eða meira þangað til vaknaða fólkið, „fluttist safnaða sinna“, fór að starfa þar að ýmsu safnaðarstarfi. — Yér Islendingar búum víða við þau tímamót, megum ekki vera of bráðlátir. Ábyrgðin er þar mikil lijá prestum og þroskuðum trúmönnum ölluni. Leikmannastarf að kristnum málum öllum þarf að stórauk- ast um land allt, einnig við guðsþjónustur, og vonandi erum vér á þeirri leið víðar en í Reykjavík og fáeinum kaupstöðum. Það er ágætt að vera „vænn maður og velviljaður kirkju sinni“, en vanti mann trúarlega reynslu, eða „liafi aldrei lært 9. kaflann í Helgakveri með lijartanu“, verður „safnaðarstarf“ þeirra ekki annað en hrófatildur, livort sem prestur eða með- lijálpari eiga hlut að máli. En sem sagt: Kristur er kominn að dyrum vorum. Bjóðum liann velkominn í lijörtu vor. Bæn bílstjórans Drottinn, lát ferð mína heppnast. Losa mig við þá blekkingu, að það sé allt undir mér einum komið. Vertu mér hjálpsamur á veginum og veit mér þá hugarró, sem veitir mest öryggi, ef háska ber að höndum. Vak þú yfir þvi að ég stofni ekki til óþarfa áhættu! Gef að ég geti verið öðrum bílstjórum til fyrirmyndar, ekki aðeins í því að hlýða umferðar- reglunum út í æsar, heldur einnig með því að sýna sérstaka tillitssemi. Drottinn, varðveit mig frá því að binda mig á líkan hátt við bilinn og fortiðarmenn við hjáguði sína, svo að ég færi ekki forgengilegum hé- góma of dýrar fórnir. Kenn þú mér að gæta þess, að töfrar hraðans geta aldrei orðið sambærilegir við þá hamingjutilfinningu, sem ég nýt, þegar ég að nýju get hafið huga minn til himins, eftir að hafa ekið heilum vagni í hlaðið, og án þess að valda náunganum nokkrum miska. Amen. (Úr blaðinu: Sænsk Biltíðindi.)

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.