Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1966, Page 26

Kirkjuritið - 01.01.1966, Page 26
20 KIRKJURITIÐ ekki lifað í sambýli án gagnkvæms tillits. Það er fáránlegt livernig undanfarna áratugi hefur oft verið rætt uni „austur“ og „vestur“ sem tvær algjörar andstæður. Eilíflega ósættan- lega mannlieima. Öllum mátti þó vera ljóst af sögunni að þess- ar andstæðu þjóðfylkingar mundu vitandi og óvitandi leita æ meiri samræmingar og vaxandi tengsla. Það þurfti ekki að fara lengra aftur í tímann en til frönsku stjórnarbyltingarinn- ar til að sjá svart á hvítu, að bylting er aldrei ævarandi ástand og að andstæðar þjómálaskoðanir liafa áhrif livor á aðra með tímanum. Ríkjasamstæður eru lieldur engin eilífðarfyrirbæri. Fátt er valtara. Engum dylst að bilið milli vestrænna þjóða og sovézkra er farið að brúast. Viðræður og margliáttuð samskipti aukast ár- lega. Blint hatur rofnar smátt og smátt fyrir skini skilningsins. Engin von er til að fullur skilningur, livað þá einlægt sam- starf takist á svipstundu. Kristnir menn hafa verið klofnir í andstæðar fylkingar öldum saman. Látið sér meira umhugað um að gæta ágreiningsins en liins sameiginlega, sem að sjálf- sögðu var alltaf miklu mikilvægara og nauðsynlegra. Loks er samt svo komið að þeim fer dagfjölgandi, sem finnst það sjálf- sagt og aðkallandi að öll kirkjufélög liafi meiri og minni sam- bönd og samtök sín á milli. Það sé ekkert þakkarvert hvort lieldur af páfum né leikmönnum að sjá það og vinna að því. Aðeins opin augu og bláköld skylda. Hitt fer líka að vera æ viðurkenndara að það er ekki ein- vörðungu ókristilegt beldur ómannlegt að telja nokkurn mann réttdræpan, þótt liann liafi lífsskoðanir eða krefjist þjóðfélags- skipunar, sem öðrum fellur ekki í geð. Og sú blekking verður fyrr eða síðar kveðin í kútinn að stríð geti leyst deilur eða varðveitt friðinn. Þess eru engin dæmi í veraldarsögunni. Þrátt fyrir allt roðar sá bjarmi, sem boðar bróðerni mann- anna, tindana. Listir geta ekki komiS í sta8 trúarbragSa Þetta verður að segjast eins og er, þótt sumir láti svo í veðri vaka að listirnar bafi ásamt vísindunum leyst trúarbrögðin af liólmi. Það bryddir ærið oft á þeirri lijátrú hér og annars

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.