Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1966, Side 32

Kirkjuritið - 01.01.1966, Side 32
26 KIRKJURITIÐ krossfestinguna af Gyðingum einum og ilreifa lienni eittlivað jafnar á allt mannkynið. Ég lief enga „lausn“ á sekt mannkynsins í þessu leikriti, að- eins einskonar atliugasemd og lireint ekki meira. Ég get ekki liugsað mér sekt vera til, án þess að ranglætið komi þar einnig við sögu. Og ranglætið er eins og sjálfur dauðinn að því leyti sem það hefur í för með sér tvenna andstæða liagsmuni —- sumir græða meira eða minna á því, aðrir dragast meira eða minna saman. Þeir sem græða, annað hvort andlega eða verald- lega, reyna að jafna metin með sektinni og þunga liennar. Eitt „siðferðislegt“ lóð er tekið til þess að þyngja lijarta, sem annars yrði of létt og hugleiðir með óró sitt eigið tiltölulega frelsi frá refsingu ranglætisins, sökina fyrir það að liafa sloppið .. . Fyrir um það bil ári skrifaði ég nokkrar hugleiðingar um yfirheyrslurnar sem nú standa vfir í Frankfurt yfir nazískum stríðsglæpamönnum, og þær voru gefnar út í Þýzkalandi og víðar. Ég fékk mikinn póst frá Þýzkalandi sem svar við þessu, og margir bréfritarar voru ofsareiðir, sumpart vegna þess, að ég hafði spurt, livort endurvakning nazismans væri hugsanleg í framtíðinni. En eftirtektarvert var það í mörgum bréfanna, að þar kom fram gremja gagnvart þeirri liugmynd, að nazistarnir og stjórnarfarið væri eittlivað skvlt þýzku þjóðinni. Yfirleitt væri ég þarna að „koma óorði á“ Þýzkaland. Ef sleppt er óviljandi gamansemi, finnst mér heimurinn yfir- leitt og ])ó einkum Þjóðverjar eigi að horfast í augu við þessi viðbrögð. Það er í rauninni þýðingarlaust að vera að segja fólki, að það sé sekt. Engin þjóð fremur en einstaklingur gerir neinum gagn með því að ganga um og berja sér á hrjóst. Ég lield lireinskilningslega sagt, að innihaldslausar og ákafar á- sakanir um almenna sekt geri ekki annað en auka á vonbrigði Þjóðveria og livetja þá til að fara að keppa að einhverjum „virðuleika“ með nýja, grenjandi hættulega ]) jóðerniskennd að vopni. En svo getur aftur sektarvitundin orðið „siðferði“ í sjálfri sér, sé lienni ekki opnuð ný leið til athafna, sé lienni ekki snúið upp í ábyrgðarkennd. Sannleikurinn er því miður sá, að í augum alltof margra er gyðingaútrýming Þjóðverja orð- in eitt af aðgerðarleysisverkunum hans Orwells, viðburður, sem kemur af sjálfu sér og er þessvegna óskiljanlegur. En ef rannsaka ætti þessa þoku, sem livilir vfir mannlegri

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.