Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1966, Qupperneq 44

Kirkjuritið - 01.01.1966, Qupperneq 44
38 KIRKJURITIÐ Schumann lagði dollaraseðil, nýjan ásanit spjaldi inn í nokk- ur hundruð Biblíur í hótellierbergjum. Á spjaldinu stóð: „Til finnanda: Eigið þennan seðil. En vinsamlegast sendið oss spjaldið með upplýsingum um livers vegna þér opnuðuð þessa bók. Þökk!“ Yfir 300 spjöld voru endursend. Þau komu frá hótelum í 49 ríkjum og einnig frá nokkrum stöðum í Kanada. En 36 spjöld komu ekki til skila. Svörin voru á ýmsa lund. Efstir á lista voru þeir, er segjast hafa fyrir vana að líta daglega í Biblíuna. Næstir komu þeir, sem segjast liafa litið í ljókina sér til afþreyingar, eða leitað sér uppörfunar, huglireyst- ingar. Meðal þeirra voru vonsviknir menn eða taugaveiklaðir, foreldrar, áhyggjufullir vegna barna sinna og friðvana menn á öllum aldri. — „Ég opnaði Biblíuna“, skrifar flugforingi, „í von um að komast að raun um hvers vegna ég hef ekki getað opnað lijarta mitt fyrir Kristi.“ Það ætti að vera hverjum manni auðskilið, liverja þýðingn það hefur að liafa aðgang að Nýja testamentinu, livort sein yngri eða eldri eiga í lilut. En vegna fordóma gegn Biblíunni er sem margir atliugi ekki að Nýja testainentið er liennar liöfuð- rit. Gideonfélögum berast margir skriflegir vitnishurðir frá fólki, sem hefur lesið í gistiliússbihlíu sér til blessunar. Dæmi eru þess, að menn, sem fóru villir vega snerust við lestur liennar til lifandi trúar og nýs lífernis. Aðrir hjörguðust frá að svipta sig lífi. Hjónaskilnaði var afstýrt og látið af svikráðum. Deildarlijúkrunarkona á barnaspítala einum í Englandi varð fyrir þeim áhrifum af að lesa í Nýja testamentinu að liún gat ekki um það þagað. Húu skrifar: „Ég liafði verið óhamingjusöm í nokkur ár. Mér fannst lífið tilgangslaust og enga meiningu liafa. Ég las dulspeki. Biblíuna las ég ekki af því að mér liafði verið kennt að á lienni vær) ekkert mark takandi. En þegar ég fékk Nýja testamentið og las Jóhannesaraguðspjall, þá varð það mér sem Ijós í myrkri- Lausn míns mikla vanda fann ég í orðum Jesú í Jóh. 18, 37: Til þess kom ég í heiminn aS ég beri sannleikanum vitw• Hver, sem er sannleikans megin, lieyrir mína rödd“.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.