Kirkjuritið - 01.12.1968, Page 7

Kirkjuritið - 01.12.1968, Page 7
KIRKJUR ITIÐ 469 liarnseðlisins að engu. Ef hann hefði haft slíka meðvitnnd á harnsaldrinum, hefði liann verið óeðlilegt bam. Efalaust liefir hann haft sínar barnslegu hugmyndir um það ríki og þá heima, þar sem tími og rúm er ekki til. Himnaríki var allt umhverfis hann, þegar hann var í bernsku, alveg eins og það var um- hverfis oss, þá er vér vomm börn. En að ímynda sér, að honum hafi verið Ijóst á bernskuskeiði, að hann hafi lifað frá eilífð hjá föðurnum, það er að rífa barnshjartað úr barnti hans og svifta augu hans sakleysis-tindmn bernskuáranna. Nei, fæðing hans hefir verið svefn og gleymska, „en alger gleymskan ekki er °g aldrei naktir komum vér / úr faðmi Drottins, heldur drauma-ský / af dýrð lians klæddir í.“ Vér getum ekki ímyndað oss, að hann liafi öðlast þá þekk- 'ngu á neinum auðvehlum leiðum vaknandi endurminningar. Hún hefir miklu fremur smátt og smátt myndast og komið llpp úr dýpi hugans svo sem ávöxtur af sonarhlýðni lians. Pyrir liið innilega samfélag hans við Guð, liefir hún orðið að fullkominni vissu. Þegar hann var barn, hugsaði hann eins °g barn; því að hvað stendur skrifað? — barn er oss fætt. En síðar óx liann að þekkingu og vizku, og skírðist heilögum anda. Og loks varð meðvitund hans um sonarsamband sitt við foðurinn svo rík og sterk, að liún hóf sig yfir tímann og reis yfir alla byrjun og birtist sem eitthvað eilíft. Því nær sem niaðurinn kemst Guði í lífi sínu, því betur finnur hann til bess að tíminn er ekki annað en draumur. byrjun og endir er ekki annað en atvik fyrir þeim, sem finna til þess, að allt hvílir í eilífum örmum Guðs. Þegar Jesús öðlaðist, fyrir áhrif heilags anda, meðvitundina um öll auðæfi sonarsamfélagsins, lJá fann liann í þeim fullkomna skyldleika eitthvað, sem hafði hvorki uppliaf né endi. Með því einu móti, að vér gerum oss einhverjar slíkar hugmyndir um lausnarann, fáum vér varð- 'eitt fullkomna bernsku hans flekklausa. Með því einu móti fáum vér trúað því við jötuna í Betlehem, að orðið Iiafi °rðið hold og búið meðal vor. Með því einu móti getum vér Sagt með jólafögnuði: „Barn er oss fætt“ og þó farið út í nætur- Utyrkrið og hvíslað: „Áður en Abraliam varð til, er ég.“ Hver andleg verðmæti eru þá fólgin í fortilveru Krists? í því efni má henda á meira en eitt atriði. t fyrsta lagi bendi ég yður þá á, að þegar vér missum sjónar

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.