Kirkjuritið - 01.12.1968, Síða 14

Kirkjuritið - 01.12.1968, Síða 14
476 K I n KJ Ult I T 1 I) Haraldur las guðfræði við Hafnarliáskóla og útskrifaðist Jiaðan 29 ára. Kynnti sér síðan prestslegt starf í Jtrjá niánuði og enn var liann við framhaldsnám í Þýzkalandi og Englandi í um það bil ár. Haustið 1897 réði stjórn Hins íslenzka biblíufélags Harald til að vinna að nýrri þýðingu Gamla Testamentisins, en Halh grímur biskup hafði þá ldeypt af stokkunum endurskoðun allra hinna eldri biblíuþýðinga. Er skemmst frá því að segja, að Haraldur vann niest að þessu verki og flest það bezta, sem af því leiddi var honum að þakka. Hann var lærðastur nefndarmanna á þessu sviði og lielgaði starfinu lengstan tíma. Enginn var honum nákva'in- ari. Og aðeins Þórhallur Bjarnason, þá forstöðumaður Presta- skólans, honum viðlíka málhagur. Þótt Haraldur liefði ekki annað afrekað hefði Jietta, sein fyrst aflaði lionum orðstírs, orðið honum óbrotgjarn minnis- varði. Haraldur Níelsson var settur kennari við Prestaskólann 1909 og skipaður guðfræðiprófessor við Háskóla Islands, Jiegar hann var stofnsettur tveim árurn síðar. Hélt Jiví embætti til dánardægurs. Var tvisvar kosinn rektor. Um kennslu prófessors Haralds er aðeins einn dómur okkar, sem hennar nutum. Hún var frábær. Þekking hans var djúp- stæð og yfirgripsmikil. Ekkert skorti á skýrleikann, né vísinda- lega nákvæmni. Og Jiar, sent raunar alls staðar annars staðar var liann lifandi og gneistandi. En gætti orðalaust liæfdegs aga. Virðing lians var sjálfgefin. Hann bar svo með sér höfð- ingsháttinn. Hann og Stefán skólameistari koma mér fyrst í hug sern afburðakennarar. Báðir vöktu áhuga á efninu og komu ölhnn nemendum til góðs skilnings. Og Jieir kenndu alltaf fyrir opH' um gluggum og beindu huganum til víðsýnis og sannleiksleitai'- Þótt liáskólafræðsla Haralds væri rómuð að verðleikum °? mjög í metum höfð, vildi svo kaldhæðnislega til að hann kenndi aldrei þá námsgrein í guðfræðideildinni, sem hann sjálfur óx mest af í augum aljijóðar og sem óbeinlínis mótaði svo alla nemendur hans að prestastéttin hefur að Jiví búið i hálfa öld. Það er vafalaust hægt að telja á fingrum annarrai

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.