Kirkjuritið - 01.12.1968, Side 16
478
KIRKJUItlTIÐ
stíl. En liann liefur alltaf mikið að segja og er orðfagur og
bjartsýnn.
Það er sannast sagna að:
„að ritningin er hljómlaus, liol og dauð,
ef lijarta les ekki í málið.“
Séra Harald Níelsson brast hvorki bihlíuþekkingu né liina
heilögu glóð — hjartahitann og sannfæringarkraftinn.
Kveikjan var sú sama og harðast knúði postulana til að
boða fagnaðarerindið: trúin, — nei, sannfæringin um upP'
risuna.
Því lét liann straumkast andspyrmmnar, sem hann sætti,
ekki fremur brjóta sig, en drangurinn í miðju fljótinu.
Eins og alþjóð veit, var prófessor Haraldur Níelsson ásaint
Einari H. Kvaran — skáldinu — framlierji sálarrannsóknanna
— spiritismans — hér á landi.
Einar var ögn fyrri til að liefja merkið og barðist nieð
snjallri tungu og slyngum penna ótrauður fyrir þessu málefni
á meðan lionum entist aldur.
Honum varð mjög mikið ágengt, en séra Haraldi enn meira.
Aðstöðuinunurinn réði þar mestu um. Einar lierjaði fyrst og
fremst á ritvellinum, en Haraldur með beinni ræðu.
Ég lief aldrei komið á miðilsfund, sá eini að ég held af
þeim, sem mér voru lengur eða skemur samtíða í guðfræði-
deildinni. Það getur líka meira en verið að allir aðrir læri-
sveinar séra Haralds liafi sótt slíka fundi einn eða fleiri.
Ég get þessa liér aðeins til að undirstrika, að ég þurfti ekki
að sækja slíkan fund til að sannfærast um, að livað sem öðru
leið, var prófessor Haraldur Níelsson liandviss um að hafa
fengið áþreifanlegar og órækar sannanir fyrir framlialdslífinu.
Og það var lionum meira virði en nokkuð annað. Bæði sjálfs
sín vegna og sem kristnum boðanda.
Hann skildi það manna bezt að upprisa Krists er og verður
sem í upphafi, hornsteinn og höfuðaflvaki kirkjunnar.
Þess vegna taldi liaun lífsnauðsyn, á vaxandi heimshyggju —'
og vantrúartímum, og á öld raunvísindanna, að leita nieð
hvaða liætti sem unnt væri, staðfestingar á upprisu Krists og
þar með sannana fyrir framlialdslífi einstaklingsins.
Því beindist liugur lians að sálarrannsóknunum og þau kynni