Kirkjuritið - 01.12.1968, Page 40
502
KlltKJUIilTIU
þá fer ég þó lieldur bónarveg vegna kærleikans, ég, hann
Páll gamli, ég sein nú er auk þess bandingi ICrists Jesú.
Ég bið þig fyrir bamið mitt, sem ég liefi getið í fjötruni
mínum, hann Onesímus. Hann var þér áður óþarfur, en er
nú velþarfur bæði mér og þér.
Nú sendi ég hann aftur til þín, hann, sem er hjartað J
brjósti mér.
Feginn liefði ég viljað liafa hann bjá mér og láta liann
þjóna mér í þinn stað, meðan ég er í fjötnnn vegna fagnaðar-
erindisins.
En án þíns samþykkis vildi ég ekkert gjöra, til þess að hið
góða, sem þú gjörir mér, komi ekki eins og af nauðung, lieldur
af því að þú vilt það sjálfur.
Því að líklega liefur hann þess vegna orðið viðskila við
þig um stundarsakir, að þú síðar fengir að halda lionum eilíf'
lega, ekki lengur eins og liann væri þræll, lieldur þræli freniri,
elskulegur bróðir þinn.
Eða svo er það að minnsta kosti um mig, en livað þá um
þig, sem átt hann bæði líkamlega, og svo nú einnig að trú-
hróður.
Ef þú því vilt eiga mig að félaga, þá taktu á móti honuni
eins og það væri ég sjálfur.
En ef hann hefur gert eitthvað á móti þér eða skuldar þér,
þá fær þú það mér til reiknings.
Ég, Páll, gef þér það skriflegt með eigin hendi:
Ég skal borga það.
Að ég ekki segi: Fær þú það sjálfum þér til reiknings.
Því að þu ert í raun og veru í skuld við mig, -—um sjálfnn
þiff!
Já, bróðir minn, hví skyldi ég ekki njóta þess, að ég leiddi
þig til drottins?
Endurnær hjarta mitt sakir Krists.
Ég skrifa þér í fullu trausti til þess, að þú gerir meira en
ég fer fram á. En hafðu líka til gestaherbergi lianda mér, þv*
að ég vona, að ég verði gefinn yður vegna hæna yðar.
Epafras, sambandingi minn vegna Krists Jesú, biður að lieils3
þér, sömuleiðis Markús, Aristarkus, Demas og Lúkas, samverka-
menn mínir.
Náðin Drottins Jesú Krists sé með anda yðar.“