Kirkjuritið - 01.12.1968, Side 45

Kirkjuritið - 01.12.1968, Side 45
KIIlKJUIt ITI [) 507 Biblían kennir okkur aft' því meir sem við líðum fyrir rétt- lætisins sakir hér á jörð, því nieiri verði laun okkar himmi megin, og hefur því gengið svo langt að menn liafa pyntað sig í von um meiri sælu á liimnum, — meinlætingamennimir — Og í samræmi við þetta, ber okkur að taka því, sem að hönd- um ber með þolinmæði, þar sem allt er gott — eða öllu lield- ur miðar að góðu. Mér detta spiritistar í hug í sambandi við eilífðarmálin. Ég lief aðeins einu sinni verið á svoleiðis fundi og þá fannst mér svo ógn lítill munur á okkur og þeim framliðnu. Þetta sem kallað er dauði er -— að mínu áliti — aðeins að flytjast af einu tilverustigi yfir á annað. Þá er það kristna trúin. Ég verð að segja það eins og það er fyrst ég minnist á það á annað horð, að mér liefur veitzt erfitt að tileinka mér sumar kenningar kirkjunnar eins og þær em bornar fram. Hef hlustað og leitað og ekki fundið svar, sem ég lief getað fellt mig við, fyrr en nú að ég lield að það sé fundið. Um friðþægingarkenninguna er það að segja, að ég hef aldrei getað fellt mig við hana eins og liún liefur verið borin fram. Hins vegar hallast ég eindregið að því, sem Ágúst Bjarnason segir í bókinni „Austurlönd“, nefnilega, að Kristur sé sú fyrirmynd, sem við eigum að reyna að líkjast. Þetta er orðið lengra mál en ég ætlaði í fyrstu, og aðeins bollaleggingar skrifaðar mér til dægrastyttingar, og lýsingar á hugsanaferli mínum, þar sem ég veit í rauninni ekki neitt, hara lield, og er það að vonum, þar sem það er liaft eftir vitrustu mönnum að það þurfi töluvert vit til þess að vita að niaður veit í rauninni ekki neitt í þessum efnum. En ég lief beðið: Gef mér andans gull í mund. Til góðs ég öllu snúi. Já, andans gull, liversu dýrmætt er það ekki? Og live lítil- niótleg era ekki öll heimsins auðæfi í samanburði við það? Mig brestur orð til að lýsa því, svo fjarlægt finnst mér það vera, og þá koma mér í hug orð Krists sjálfs: „Hvað stoðaði það manninn þó að hann eignaðist allan heiminn ef liann biði tjón á sálu sinni?“

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.