Kirkjuritið - 01.04.1969, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.04.1969, Blaðsíða 8
150 KIRKJURITIÐ fremst að vera frjáls undan þeim viðjum sem liann leggur sjálfan sig á tækniöld. Ég minni sérstaklega á tímabæra grein sem birtist í síðasta befti Orðsins, rits félags guðfræðinenia- Greinin er eftir einn af stúdentum deildarinnar og nefnist „Trúarþörf á 20. öld?“ Þar eru færðar sönnur á það að nú- tímamaðurinn liafi „brotið af sér liefðbundinn liugsunar- liátt“ — losað sig við Guð og gerzt algerlega frjáls. En uw leið liefur maðurinn með tilstuðlan vísindanna og tækninnar útbúið sér lieim, eða öllu lieldur: bann ímyndar sér, að liann liafi útbúið sér sinn eigin lieim og bafi þar öll ráð í hendi sér. Hins vegar kemur það í l jós við könnun á eðli tækninnar, að maðurinn er sjálfur orðinn að einu hjóli í hinni miklu vél, er orðinn að markaðsvöru á liinu mikla sölutorgi vinnuafls í iðnþróuðu þjóðfélagi. Þar með liefur maðurinn glatað aftur sjálfstæði sínu og frelsi. Þegar þessar aðstæður nútímamannsins eru kannaðar fra sjónarmiði trúarinnar kemur í ljós, að maðurinn vinnur ekki mennsku sína og frelsi aftur fyrr en liann skynjar að lífið er honum gefið, að grundvöllur lífs lians er með einhverjuni hætti liandan bans sjálfs, að lífsbamingjan verður ekki fund- in sé hennar leitað sjálfrar hennar vegna, lieldur finnst hún aðeins í fórn, — og þjáningin og fórnin getur oft haft ])á verkan að opna manninum sjálft lífið, opinbera gildi ]>ess og eðli þess. Við skiljum lífið -— það að lifa — aðeins með liliðsjón af dauðanum, eins og alheilbrigður maður skilur ekki merkingu hugtaksins „beilsa“ fyrr en bann skoðar liana í Ijósi vanheils- unnar. Trúin er þannig ekki til fyrr en bún sést við andstæðu efasemdanna, vantrúarinnar. Hið góða verður þá fyrst aug- sýnilegt sem eittlivað sérstætt og afmarkað, ]>egar bið illu birtir eðli gæskunnar og elskunnar sem sinnar algeru and- stæðu. Dýpt lífsins kemur þannig í ljós, binn óumræðilegi fjölbreytileiki þess og litskrúð. — Það er þetta sem trúiu leiðir í Ijós, og það er verkefni guðfræðinnar að fást við þessa hluti. Fyrst skulum við hugleiða, að frelsi nútímamannsins a atómöld, frelsi lians undan sjálfum sér og viðjum sinnar eigin tækniveraldar og tæknikerfis, er báð því skilyrði að liann tengist því sem mætti nefna liinn liinzta sannleika uiU J

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.