Kirkjuritið - 01.04.1969, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.04.1969, Blaðsíða 24
166 KIRKJUHITIB ekki sízt af því, að styrjaldir bitna engu síður á saklausu og friðsömu fólki en ófriðarseggjunum sjálfum. Þá skiptir okkur ekki máli, hvort þeir, sem þjást, eru skyldir okkur eða óskyld- ir, nálægir eða fjarlægir. Mannlegar tilfinningar bærast liinar sömu í brjóstum manna, hver sem hörundsliturinn er, þjáning' arnar eru hinar sömu, livaða álfu sem þeir byggja. Allir menn eru bræður, börn sama föður, liluti af sköpunarverki hanc- Þess vegna er það kristileg skylda okkar —■ og ætti að vera ljúf skylda — að rétta fram liönd til líknar, ef það er á okkai' valdi, hvar sem líknar er þörf, án þess að spyrja um laun eða endurgjald. 1 nafni þess, sem mettaði þúsundirnar, leggjuin við fram okkar lilut til hjálpar fólkinu í Biafra, sem liungriS þjáir, ef sá lilutur mætti verða til þess að bjarga nokkrtun hörnum eða mæðrum þeirra frá hungurdauðanum. Við erun> ekki með þessu að kaupa okkur friðaða samvizku, heldur eimmgis að gera vilja meistarans, sem sagði: „Ég er brauS lífsins“ og elskaði okkur öll eins og systkin að fyrra bragSn Trúin á liann, kærleikur lians og það, sem nefnt er kristileg1 lífsviðhorf, knýr okkur til þess. — Jakob skrifar í hinu »1' menna bréfi: „Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar dag' legt viðurværi og einhver yðar segði við þau: „Farið í friðu vermið ykkur og mettið!“ en þér gefið þeim ekki það, sen> líkaminn þarfnast, livað stoðar það? Eins er líka trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana verkin.“ — Og síðar: „Því að eins og líkaminn er dauður án anda, eins er og trúin dauð án verka. Undanfarna daga og vikur hafa blasað við okkur átakaU' legar myndir af fórnarlömbum styrjaldargrimmdarinnar 1 Nígeríu, einkum saklausum börnum, afmynduðum af næri»o' arskorti, vanburða og vonlausum. Mörg eru ofurseld bægfar£I og þjáningarfullum hungurdauða, önnur mörkuð af vann®r' ingu á líkama og sál ævilangt. Við böfum heyrt og lesið lýs' ingar sjónairvotta, stórkostlegri og átakanlegri en svo, að við getum gert okkur nokkra grein fyrir ástandinu, eins og þa^ er í raun og veru. Við heyrum nefndar dánartölur, sem ofbjóð*1 skynjun okkar og viðmiðun. Heil þjóð er að deyja. Fregnirnar vekja með okkur hneykslun og viðbjóð á orsökinni, styrjöló' inni, sem aftur stafar af spilltum þáttum í eðli mannsins. Erj jafnframt böfða hryggðannyndirnar og hörmungartíðindin samkenndar okkar og bræðralags allra manna, við finnum **

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.