Kirkjuritið - 01.04.1969, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.04.1969, Blaðsíða 44
386 K 11! KJ UR IT! D Þegar menn, sem ekkert þekkja til þessa, neita því skil' yrðislanst, að þetta sé annaö en þvaður og ímyndanir, þá ferst þeim eins og blindfæddum manni, sem ekki tæki trúanlefd það, sem honum væri sannast sagt um heiminn af sjáand' manni. DœgurtíSir Fyrr og síðar liafa tíðkast alls konar lielgisiðir og guðþjónustH' form. Dansað var fyrir sáttmálsörkinni á dögum Davíðs kon* ungs, spilað og sungið á mörg hljóðfæri og á ýmsa veg®? Bacchusarhátíðum fylgdi margvíslegur gleðskapur. Inna'1 kristninnar er og hefur verið margbreytilegur tíðasöngur. Sjálfsagt að kristnir álmgamenn laði unga og gamla til gefa fagnaðarerindinu gaum, eins og unnt er. Allar tíðir eru til þess ætlaðar að syngja Guði nýjan söng- En eins og margir iiafa bent á, skyldi ekki nefna neinar „popp“messur. Mönnum ætti að vefjast tunga um tönn a® gera það hliðstætt eða jafngilt „lieilagri messu“, en svo nefna ýmsir venjulegar guðsþjónustur í sömu andránni. Ég læt jner nægja sjálft messulieitið. Það er og sannað með orðinu dægurtíðir, að íslenzkt heitl er þegar fyrir hendi á tilraunum Æskulýðsráðs og fleiri mann® í þá átt að fá æskulýðinn til að syngja sínar nýju tíðir. Meðan þær eru enn á tilraunastigi, virðist heppilegra a* láta dægurtíðirnar fara fram í safnaðarheimilum, þar seI11 þau eru til staðar. Þá finnst mér, sem öllum sé varla nægilega Ijóst að boðuni’1' fræðslan um Krist og kenningu hans, er meginþáttur okkar tíða. Og af því að fremur lítil þekking á Nýjatestamentinl,, hvað þá Biblíunni í heild, er óneitanlega eitt einkenni þessara tíma, liggur í augum uppi, að einhverjir sem fróðari eru ungl' ingunum um þau efni, þyrftu að eiga ríka hlutdeild í þel111 dægurtíðum, sem hér eru á dagskrá, og gegna þar leiðbeH1' ingastörfum. Margir tala þannig að þeir geti engan fróðleik sótt til okkar prestanna í kristilegum efnum. Mæla þeir þar digrast, eins °g oftar, sem einna sjaldnast hafa á okkur lilustað. Þetta e* enginn sleggjudómur. Ég veit livað ég syng.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.