Kirkjuritið - 01.04.1969, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.04.1969, Blaðsíða 42
184 KIRKJURITIÐ Er það þetta, sem koma á? Vandinn væri ekki allur leystur í vestrænum heimi, þótt kirkjan væri gjörsamlega brotin niður og kristindómurinö bannfærður. Það þarf ekki lengra að leita en í annað Morgun- blað til að rökstyðja þá fullyrðingu. Þriðjndaginn 1. apríl þ. á. birtist þar frásögn dr. Eugene Loebl fyrrum ráðherra í kommúnistastjórn Tékkóslóvakíu- Hann er að segja frá meðferðinni á sér af hálfu flokksbræðra sinna, eftir að þeim þóknaðist að taka liann fastan og saka liann um flokkssvik og landráð. Hann taldi allar ásakanir á Iiendur sér rakalausar álygar. En þegar hann gekkst ekki með góðu við ákæruatriðunum var liann meðhöndlaður á þann bátt, sem að lialdi kom: „Að lokum játaði ég á mig alla bugsanlega glæpi. Það flökraði ekki lengur að mér að taka framburð minn aftur síðar; í sannleika sagt fann ég hvorki til blygðunar né iðrunar yfir því að ég var að ljúga.“ Hann slapp með lífstíðar fangelsi. Sá dómur var kveðinn upp 1952, en þá bafði Loebl þegar sætt pyntingum í þrjú ár. Þar kom að liann var sýknaður og hlaut upprisu æm. Nú kemst bann svo að orði: „Ég finn til sektar, að ég skybli ekki liafa þann styrk til að bera að geta þolað þetta. Ég get ekki réttlætt mig á neinn liátt og ég hygg, að aldrei nokkurn tíma geti ég fyrirgefið mér að ég skyldi láta bugast. Játning mín var á engan liátt sprottin af sálrænum ástæðum- þunglyndi eða geðveilu. Ég var mér meðvitandi um það sem ég gerði. Ég var í alla staði eðlilegur og eins og ég átti að mér að vera •— ef frá er skilin sú staðreynd, aS ég var fyrir lang<* löngu liættur að vera manneskja. (Leturbr. mín, G. Á.).“ Ég viðurkenni hiklaust að margskonar pyntingar og hrylh' legir glæpir liafa fyrr og síðar verið framdir af einstaka kirkj- unnar mönnum. Það er nóg að nefna galdrabrennurnar. En enginn lifandi maður, sem nokkra þekkingu befur á N. T- getur látið sér til bugar koma að þeir verði með nokkru móti raktir til álirifa Krists, né réttlættir sem ólijákvæmilegt meðal til að koma á kristnu þjóðfélagi. Kjarni kristindómsins felur í sér vernd einstaklingsins. Og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.