Kirkjuritið - 01.04.1969, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.04.1969, Blaðsíða 12
154 KI RKJURITIÐ göngu lialda mig vifli |>a3, sem Biblían eða kristin trú liefur um niálið að segja. I öðru lagi vil ég stuttlega gera grein fyrir, hvaða skilning ég legg í oröin „grandvar maður án trúar“. Tíminn leyfir ekki víðtæka skilgreiningu á þessum orðum, þótt þar gaet1 verið sitt livað að segja. Hvað er t. d. trú í kristnum skilning1* og liver er trúaður og hver ekki? Þessu öllu verð ég að sleppa’ Hér hef ég aðeins í huga Islendinginn, sem við þekkjum ölk hinn heiðvirða og samvizkusama borgara, sem hefur átt þess kost að taka afstöðu til fagnaðarerindis kristinnar trúar fr:1 bernsku, en er þó ■— engu að síður — án trúar. Trúleysi hans verður því í þessu tilfelli að teljast sinnuleysi, hein vantru» eða jafnvel að hann liafi vísvitandi hafnað því, sem kristiU' dómurinn liefur að bjóða. Og þá er komið að aðalatriðinu, liinni sígildu spumingu1 Hvernig verð ég hólpinn? 1 niðurlagi Markúsarguðspjalh standa þessi orð: Farið út um allan heiminn og prediki^ gleðiboðskapinn allri skepnu. Sá sem trúir og verður skírður, mun hólpinn verða, en sá, sem ekki trúir, mun fvrirdænidur verða“. (Mk. 16, 16). Hér er um tvennt að ræða, og spurningin felur þá líka 1 sér möguleika liins gagnstæða. Það væri ástæðulaust að spyrj:1 um leiðina til sáluhjálpar og eilífs lífs, ef það væri sjálfsagð' ur endir á jarðlífi sérhvers einstaklings. En þegar rætt er un1 hið gagnstæða, þ. e. a. s. eilífan dauða, glötun og fyrirdæiU" ingu, þá skortir ekki andmælin á okkar dögum. Og ekkert 1 boðskap kristindómsins er jafn rangtúlkað og misskilið. E>' ]>ar með er ekki sagt, að boðberar fagnaðarerindisins hafi leyf1 til að þegja um þetta atriði af ótta við menn. Við getum ekk1 leyft okkur að þegja um það, sem Jesús Kristur er svo ber’ orður um. Jafnvel þeir, sem eingöngu hahla sig við hin sl' rómuðu orð fjallræðunnar, komast ekki hjá því að kynnast skoðun lians á þessu alvörumáli. 1 þessu samhandi langar mig einnig til að drepa á anna1'1 veigamikið atriði, það hvernig talað er um dauðanu á okkar tímum. Það er reynt að fegra hann, telja mönnum trú um, a^ liann sé ekkert óttalegur. Sumir halda því fram, að dauðinH sé í sjálfu sér aðeins innganga til annars lífs eða endurfæðin?:• Aðrir að með lionum sé öllu lokið, og því ekkert að óttast- I

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.