Kirkjuritið - 01.04.1969, Side 48

Kirkjuritið - 01.04.1969, Side 48
KIRKJURITIÐ 190 starfi sínu sómasamlega að verja a. m. k. einni klukkustun'l á dag til stúderinga. Hann tók frá ákveðinn tíma til þess dag livern og lét ekkert trufla það, enda sagði liann, að ef maðui einu sinni ráðstafaði lestrartímanum í annað, væri liætt við að oftar færi svo. MyndloSar Nú fást á skrifstofu æskulýðsfulltrúa afbragðsmyndir til nota í sunnudagaskólum eða við kristinfræðikennslu. Eru þ"^ flokkar útklipptra mynda sem skýra vel hinar ýmsu sögUr Biblíunnar. Myndirnar eru með festibólum á baki sem festast við öll loðin efni við minnstu snertingu. Bezt er að búa ser til töflu, til að sýna myndirnar á, úr plötu úr einangrunar- plasti eða krossvið liæfilega stórri og klæða hana með einlitU flóneli. Myndirnar koma bezt út á dökkum bakgrunni. Trúarlegt efni í útvarpi Það þarf ekki að fjölyrða um þau áhrif sem fjölmiðlunartæku1 geta liaft til eflingar kirkju og kristni. Finnst þó mörgum að trúarlegt efni sé ekki um of þar borið á borð. Sakna marg'r stuttra vekjandi þátta, sem geta orðið mönnum til umhugsu"" ar, svo og góðra erinda um þau vandamál lífsins, sem kristi" trú ein getur leyst eða varpað Ijósi yfir. Ef okkur finnst slíkt efni skorta, hvers vegna ekki semja það sjálf? Dagskrár- stjóri Ríkisútvarpsins liefur sagt að hljóðvarpið taki nieð þökkum öllu góðu útvarpsefni. Er ekki eitthvað sem þú vildir segja frá úr lífsreynslu þinni, sem gæti orðið öðrum til trúar- legrar styrkingar, er ekki eitthvað sem þú hefur verið að velt" fyrir þér, sem gæti orðið öðrum til umhugsunar. Skrifið þ"ð niður og sendið dagskrárstjóra. f framlialdi af þessu viljum við einnig livetja menn til þess að láta ánægju sína í ljós þegar gott trúarlegt efni er flutt- Skrifið um það til útvarpsins eða smádálka blaðanna. Það er skoðun okkar að trúarlegt efni sé vinsælt í fjölmiðlunartækj- unum, sé það aðgengilega sett fram, og væri mikils virði aS ráðamönnunum yrði það rækilega ljóst. En það verður þVI aðeins, að hópur manna láti í Ijós ánægju sína og áhuga.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.