Kirkjuritið - 01.04.1969, Blaðsíða 14
156
KIUKJURITIÐ
til er, vegna þess að þegar allt kemur til alls, er þar ekki u®1
trúleysi að ræða. Trúi maðurinn ekki á Guð, og á það, se)'1
liann í kærleika sínum taldi nauðsynlegt að gera okkur t^
hjálpar, þá verður maðurinn í þess stað að trúa á sjálfan sig>
eigið ágæti, skynsemi og skoðanir sjálfs sín.
En skiptir breytnin þá engu máli? Vissulega, því að „haö'1
mun gjalda sérhverjum eftir breytni lians“. (Matt. 16, 27)»
segir Jesús. Hvernig má samræma það því, sem liér hefiir
verið sagt um trúna á Jesú Krist, sem skilyrði sálulijálparin11'
ar? Það er augljóst. Verkin eru ávextir liins innra mann?*
ávextir trúarinnar. Trú án verka er engin sönn trú. En vefk
grandvarleiki án trúar, er líka liarla lítils virði í augum Guð"1
Nú veit ég að margir munu segja: Ég trúi á miskunn Gu^5*
en ég álít ekki að neinn glatist. Það samræmist ekki kærleik11
Guðs. — Vinir mínir, það skiptir liarla litlu máli, livað vi*
teljum líklegt í því máli, heldur livað er sannleikur.
menn segi að engin glötun sé til, þá breytir það ekki þeirr’
staðreynd, að Jesús Kristur talaði mikið um þann aigile?11
möguleika, og þá Iielzt við lærisveina sína. En það er líka sad
að Guð er kærleikur. Þess vegna gerði hann allt, sem í liai*5
valdi stóð, allt sem gera þurfti, til þess að frelsa syndug9
menn. Héðan af er það í raun og veru aðeins eitt, sem getur
gert okkur viðskila við Guð; okkar eigin vantrú. Með va11'
trúnni getur maðurinn að engu gert verk Guðs.
Það li ggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja, en eftjl
það er dómurinn.“ Þetta eigum við sameiginlegt, ég og ]Jll„’
Þess vegna skiptir það svo miklu máli, að við tökum í trú 11
móti náðargjöf Guðs, sem er eilíft líf fyrir Jesúm Krist. GleyJJ1'
um því ekki, að hvernig sem tíðarandinn breytist, þá var °P
er og verður það tilgangurinn með öllu sem Kristur gerði, °r
með öllu starfi kirkju hans, að frelsa menn svo að þeir öðljS*
h'fið í lians nafni, eilífa lífið í samfélagi við hann, sem er ljl‘
eina sanna líf, liið skæra Ijós, hinn góði hirðir, og geti 111
leiðarlokum sagt: Lífið er mér Kristur og dauðinn ávinningJ,r’
k