Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1969, Qupperneq 12

Kirkjuritið - 01.12.1969, Qupperneq 12
442 KIRKJURITIÐ e3a persónugerfinga. Það liefur á vorri öltl verið talað ui» Fjallkonuna sem tákn Islands. Þegar farið verður að skriÞ1 um trúarbrögð tuttugustu aldar eftir þúsund ár, kynnu ein- hverjir að draga þær ályktanir af íslenzkum ættjarðarkvseð- um, að „Fjallkonan fríð“ liefði verið persóna, en ekki persónu- gerfingur. Þannig eru einnig til í gyðinglegum bókmenntuin ummæli, einkum í ljóðum, þar sem talað er um speki Guðs sem eins konar guðlega veru við blið Guðs almáttugs. Sem dæmi nefni ég Spekinnarbók (Speki Salómós 8, 3—4): „Ættgöfgi á liún að Iirósa, þar sem bún lifir samb'fi við Guð og drottinn alls elskar hana. Því að bún er kunnug leyndardómum Guðs vitundar og leggur ráðin á um verk hans.“ Þannig talar beimspekingurinn Fíló einnig um Logos. Fynr lionum er Logos uppspretta allrar opinberunar Guðs, Logos er nefndur frumgetinn sonur Guðs, fremstur englanna. Hann ef frummynd mannsins, bin upprunalega mynd Guðs, sem niað- urinn er skapaður eftir. Logos dvelur hjá Guði. Hann er fruin- bugsjónin (smbr. Platóninga), liugsun Guðs, er út frá honu»i streymir. Hann kemur fram fyrir Guð sem æðsti jirestu r, meðal- gangari, ármaður (buggari). Logos er dýrð Guðs, og í man»' inum er liann bin æðri skynsemi. Þessi tvö dæmi nægja til að sýna, að Logos var í vitunð margra ákveðin vera eða að minnsta kosti heimspekilegt bug' tak með alveg ákveðnu innihahli. Og það þarf ekki annað eii að renna augunum yfir formála Jóbannesarguðspjalls, bvað þa allt guðspjallið, til að sjá að liöfundurinn notar mörg orð uin Krist, sem áður liöfðu verið notuð um Logos, enda liefur þess oft verið getið til, að bæði höfundur Jóliannesarguðspjalls °r Páll postuli bafi verið kunnugir beimspekiritum Fílós. Sb'kt er auðvitað erfitt að fullyrða, vegna þess, að svipaðar logos- bugmyndir Iiafa verið til um öll Austurlönd, í stórum dráttuiU- Og logos var bebbir ekki óþekkt liugtak í gyðinglegum fr iini. Guð bafði skapað beiminn með orði sínu, og opinberamr spámannanna voru orð drottins, og loks var sjálft lögniáb^ kallað orð. Gyðingar út um öll lönd notuðu gríska þýðing" á Gamlatestamentinu, svokallaða sjötíumanna þýðingu (LXK)- J

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.