Kirkjuritið - 01.12.1969, Page 14

Kirkjuritið - 01.12.1969, Page 14
KIRKJURITIÐ 444 ir mörgum útgeislunum frá óendanlega fjarlægum Guði. Peii' trúðu því ekki, að efnisheimurinn væri skapaður af Guði sjálf- um, lieldur guðdómsveru á lægra stigi (Demiurgos). En neistí guðdómseðlisins er fólginn í hverri mannssál, og frelsast ur fangelsi efnisins, ef liún öðlast liina sönnu „gnósis“ þekking*1 eða innsæi. Kristin kirkja varð fyrir miklurn áhrifum af gnóstíkuruiM) en jafnframt lilaut hún að gjalda varhuga við því, að suniar kenningar gnóstíkara um Guð og efnið næðu að útrýma hiuni kristnu kenningu tun það, að Jesús hefði raunverulega koniið fram í efnisheiminum sem hold (sarks). Margir gnóstískir ser- trúarflokkar urðu til innan kirkjunnar, og ritverk, sem frl1 þeim eru sprottin, liafa verið að finnast allt til síðustu ára, t. d- allmörg liandrit, sem voru grafin upp úr sandi suður í Egypt3- landi árið 1946 (við Nag Hammadi). Meðal þeirra eru Sann- leiksguðspjallið og Tómasar saga (Acta.) Gnóstísk-kristnu menn hugsuðu sér, að Jesús hefði að vísu komið til jarðarinn- ar, en liann liefði aldrei orðið maður, lieldur tekið á sig manns- gervi. Það er orðalag gnóstískastefnunnar, sem skín í gegn hj11 Páli í Fil. 2, 6—11. Orðið „rán“ í 6. v. hefur þótt torskilið, e*1 það orð gat m. a. merkt eitthvað það, sem liverjiim maiiu1 þætti sjálfsagt að færa sér í nyt eða hagnast á. Textinn sýnU) að Páll gerir ráð fyrir fortilveru, eins og Jóhannes, og segu'; að Kristur liafi afklæðst guðsmynd sinni. Með því er ekki sagh að liann sé sama sem (ekval) liinn almáttugi skapari, liehhU vera með hans ,,mynd“. En Kristur liafði ekki liug á að hag11" ast á þeirri tign fyrir sjálfan sig. Hann hugsaði ekki um sjálfaI1 sig, lieldur tók á sig þjónsmynd. Það er vert að veita því ;lt' hygli, að Páll segir ekki aðeins, að liann hafi tekið á sig manns- mynd, lieldur þjónsmynd. Hann lítillækkar sig, er hlýðinn ab* fram í dauða, en einmitt þess vegna er liann liátt upp liafu111 yfir allt, sem er til, og sérhvert kné skal beygja sig fyrir drot*" invaldi hans. 1 staðinn fyrir það, sem gnóstíkarar liéldu fram, að KristiU hjálpaði mönnunum með því að taka á sig mannlegt gervi Or losa guðsneista mannsins i'ir viðjum efnisins, — þá er boð skapur Páls fólginn í því, að Kristur gerist þjónn í efnisheu11" inum, og í samfélagi við liann eigi mennirnir að vera iwe sama hugarfari og hann.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.