Kirkjuritið - 01.12.1969, Síða 50
KIRKJURITIÐ
480
Felix Ólafsson, nú prestur í Grensásprestakalli kom þá til Amharaþorp®
ásamt Kristínu Guðleifsdóttur konu sinni. Ferð þeirra frá íslandi hafð'
tekið um tvö ár. Er þá námsdvöl þeirra í Lundúnum og Addis Abeha
tekin með í reikninginn. En erfiðaslur var síðasti áfanginn frá höfuðborg
Eþiópiu til ákvörðunarstaðarins.
Enginn kristinn maður var þá í Konsó. Nú starfa kristniboðar frá öl
um Norðurlöndunum í Eþiópíu, þar á meðal 12 Islendingar.
Konsóhérað er allt eitt víðlent prestakall ineð fjórum sóknum. Prest-
urinn er innfæddur. Foreldrar hans tóku trú í tíð séra Felixar. Safnaðar-
meðlimirnir voru 956 við sl. áramót, en margir sækja uin undirhúnings-
náinskeið í því skyni að skírast. 22 predikarar, 5 kennarar og tvær konu
— allt innlendir menn — starfa í 28 þorpum að kristindómsmálum. 1
vegum kirkjunnar eru kvöldskólar í þorpunum og sækja þá 1500 20
manns.
Sjálfri kristniboðsstöðinni má líkja við lítið þorp, þar er skóli nie<
sex bekkjardeildum og 7 fastakennunnn. Heimavist er fyrir 50 nemendm-
Yið sjúkraskýlið er íslenzk hjúkrunarkona og 5 innlendir starfsniem1-
I>ar voru 22.775 skoðanir og aðgerðir sl. ár. Talið er að 17—1800 manng
hafi sótt guðsþjónustu þá sem haldin var í sambandi við ársfund safm»
arins í desember 1968.
Islendingar hafa komið á fót cnn stærri krislniboðsstöð á öðrum st#
i héraðinu. Þar er eina sjúkraliús fylkisins og íslenzkur læknir og hjúkr-
unarkonur að verki.
Eþiópía er í tölu þróunarlandanna. Meðal mánaðartekjur um það h<
1000—1500 íslenzkar krónur. Þarfnast þjóðin því mikils styrks, hæði í íin<
legu og veraldlegu tilliti.
Upplýsingar þessar eru teknar úr grein séra Felixar Ólafssonar í Morgun-
blaðinu 25. 10. sl.
Hann minnist þess er safnaðarmenn kvöddu hann á sínum tíma me
því að syngja hann úr hlaði með sálminum „Jesú nafn um aldir alda . °r
með livilikum krafti og innlifun þetta hljómaði.
„Og er sólin aldrei framar
yljar vora köldu jörð.
Jesú nafn um aldir alda
unað veitir Drottins hjörð.“
Kirkjuritið tekur undir þá ósk lians að nafn Krists gleymist aldrei 1
Konsó.
KIRKJURITIÐ 35. árg. — 10. hefíi — desember 1969
Tfmarit gefið út af Prestafélagi íslands. Kemur út 10 sinnum á ári. VerS kn200^^‘
Ritstjóri: Gunnar Árnason.
Ritnefnd: Bjarni Sigurðsson.
Pétur Sigurgeirsson, Sigurður Kristjánsson. ^
Afgreiðslu annast Ragnhildur ísaksdóttir, Hagaf116*
Sími 17601.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar.