Kirkjuritið - 01.04.1973, Side 12

Kirkjuritið - 01.04.1973, Side 12
1966 — 70 var 266. Árið 1970 voru skilnaðarleyfi 333, en 6 síðasta ári 364. Eins og þessar tölur bera með sér, þá lœtur nœrri aðtala lögskilnaða hafi þrefaldast á síðast liðnum tutt- ugu árum, og nú er svo komið, að einn lögskilnaður kemur á hvern virk- an dag allan ársins hring. Fáum œtti að dyljast, að hér er um uggvœnlega þróun að rœða, þróun sem spáir ekki góðu um festu í hjú- skapar- og fjölskyldumálum hér á landi. En mun fleira er til marks um það rótleysi, sem ríkir á þessum vett- vangi. Það er nú almennt viðurkennt af frœðimönnum, að vel flest félags- leg vandkvœði megi rekja til röskun- ar á eðlilegu fjölskyldulífi. Mönnum er tíðrœtt um unglingavandamál og ekki að ófyrirsynju. Á síðasta ári nœr- fellt þrefaldaðist tala skráðra ölvunar- brota stúlkna á aldrinum 15 ára og yngri hér í borg miðað við árið áður. Auðvitað vitnar hin opinbera tala að- eins um brot þess fjölda barna og unglinga, sem leiðzt hefur út á háska- legar brautir, þrátt fyrir skjól foreldra- heimilis, Margra vikna biðtími hjá tauga- og geðsjúkdómalœknum segir slðan sína sögu um foreldraskjólið, og í því sambandi kemur ekki á óvart, að mikill meiri hluti þeirra, sem bíða eru konur, giftar konur. Fyrr var að því vikið I þessu erindi, að í mörg horn vœri að líta, þegar hugað skal að þjóðfélagslegri mótun fjölskyldunnar. Ýmislegt hefur óbeint þegar komið fram, en vert er að árétta nokkur atriði. Þjóðfélagsfrœðingar hafa leitt að því gild rök, að gerð hins iðnvœdda borgarsamfélags geri kjarnafjöl- skylduna til aðgreiningar frá stórfjöl- skyldunni nauðsynlega. Síaukin sér- hœfing og verkefnaskipting I atvinnu- llfinu samrœmist illa framleiðslustörf- um í svo lítilli einingu sem fjölskyld- an er, auk þess sem vinnuafl er hvergi annars staðar að fá en frá heimilun- um. Þarfir þjóðfélagsins fyrir sér- menntað vinnuafl hafa fyrir löngu gert uppfrœðslu barna á heimilum úrelta. Nauðsyn á félagslegum og land frœðilegum hreyfanleika fjölskyld- unnar vegna óhjákvœmilegs tilflutn- ings á vinnuafli frá einni byggð til annarrar dœmir stórfjölskylduna sem allt of þunga í vöfum. Hvernig sem á málið er litið verður útkoman sú, að þjóðfélagið mœlir svo fyrir, að fjölskyldan skuli vera lítil, hjón með 1,9 barn, nánar tiltek- ið, svo tekið sé mið af vísitölufjöl- skyldunni. En þessari litlu fjölskyldu er œtlað stórt hlutverk. Fiðlusnillingur- inn, Yehudi Menuhin, orðaði það svo í blaðaviðtali á dögunum, ,,að heimil- ið cetti að vera menningarleg undir- staða í rótlausum heimi," og hann hvatti okkur íslendinga sá góði gest. ur að berjast eins og Ijón fyrir því að svo mœtti verða. Þessi glöggskyggna áminning voru orð í tíma töluð. Með upplausn fjölskyldunnar fylgir upp- lausn menningarinnar og þjóðfélagið riðlast í sundur. Nánar skoðað felst hið menningar- lega hlutverk fjölskyldunnar í nútlm- anum í varðveizlu mennskunnar. Ætla má að fjölskyldan hafi œtíð haft þessu einstœða hlutverki að gegna, þegar höfð er hliðsjón af uppeldi barnanna. En margt bendir til þess, að aldrei sem nú ríði á að fjölskyld- 10

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.