Kirkjuritið - 01.04.1973, Blaðsíða 50
Samuel Kahil t. h. og Sindayigaya Livingstone.
AÐ NOTA HVERJA STUNDINA
Á kvöldin voru yfirleitt samverustund-
ir og einhver leiðtoganna talaði þá.
Minnistœðastur er náungi einn frá
Ameríku, Dr. John Alexander. Hann
talaði um það, hvernig kristnir menn
noti tíma sinn. Við erum oft í tíma-
hraki, að því er virðist, en kunnum
við þá að nota okkar dýrmœta tíma
rétt? Hann sagði m. a. að oft vœri
það þannig, að vinnan vœri meiri en
tíminn, sem við hefðum, að við kœm-
um of litlu í verk, verkin vœru illa
unnin og að við sóuðum miklum
tíma. — Hver kannast ekki við slíkar
hugleiðingar? — Þá benti hann okkur
á að biðja og taka svo ákvarðanir
undir handleiðslu Guðs um það, hvað
þyrfti að gera, hversu áríðandi þetto
og hitt vœri og hvað mœtti sitja a
hakanum. Og Dr. Alexander sagð'
frá því, sem hann gerir nokkuð mikið
af, þ. e. að skipuleggja tímann. Ekki
samt að skipuleggja og biðja síðan
um blessun Guðs, heldur þveröfugt-
Svo gaf hann smá dœmi um áœtlun
fyrir vikuna, og hann tók allt með,
allt frá því að taka stórar og þýðing'
armiklar ákvarðanir yfir í bréfaskrift-
ir og símtöl! Þá minnti hann á það,
að telji maður sig þurfa að gera o-
œtlanir, verði líka að fara eftir þeim,
séu þœr vel gerðar og undir hand-
leiðslu Guðs, sem hann lagði mikl°
áherzlu á.
48