Kirkjuritið - 01.04.1973, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.04.1973, Blaðsíða 48
JÓHANNES TÓMASSON, STÚDENT. Schloss Mittersill I vestanverðu Austurríki er dalur einn þéttbýll og í honum er m. a. þorp, sem heitir Mittersill. I hlíð skammt ofan við þorpið stendur höll með sama nafni, reist einhvern tíma á 12. öld. Hún var byggð sem virki fyrir sveitina, en á miðöldum var hún notuð sem fangelsi og mó nú enn finna þar ,,hungur-klefann,/; og aðra ólíka staði. Lítil, gotnesk kapella var byggð við höllina árið 1533. Hubert barón breytti höllinni í lúxus-hótel 1936, og hafa dvalið þar stórmenni úr kvikmyndaheiminum og ýmsir iðnjöfrar. Núverandi eigandi er samtökin International Fellowship for Evangelical Students. Var höllin keypt árið 1 967 og er rekin sem hótel af ódýrari tegundinni. Og samtökin hafa staðið þar fyrir nám- skeiðum til að gera stúdenta betur hœfa til kristilegra starfa m. a. í há- skólum. Safnast þar saman kristnir menn frá öllum heimshornum. Síðast liðið sumar voru tveir Islendingar á námskeiði þar og var það aðallega fólgið í biblíulestrum alls konar. Dvöl okkar þarna var mjög ánœgjuleg, og hópurinn varð mjög samhuga og fólk fljótt að kynnast, enda vorum við saman í hálfan mánuð. Spánn, Frakk- land, England, Ameríka, Ástralía og Afríkulönd áttu sína fulltrúa i hópn- um svo og önnur lönd austan járn- tjalds, alls tœplega 100 manns frá um 20 löndum. Námskeiðið fór að mestu leyti fram í fyrirlestrum og skal nú skýrt nánar frá því. Á SKÓLABEKKNUM Á morgnana talaði prestur einn frá NorSur-írlandi H. C. Carson, um ávexti andans. Hann tók fyrir versið hjá Páli í Galatabréfinu 5,22: „En ávöxtur andans er: kœrleiki, gleði, friður, langlyndi, gœzka, góðvild, trú mennska, hógvœrð, bindindi." Carson fjallaði um einn þátt versins hvern morgun og var mjög fróðlegt og gott að heyra, hvernig hann gerði þessu skil og lagði mikla áherzlu á, að þessi friður og allir þessir ávextir andans eru Guðs gjöf, sem við verðum að taka á móti. Fyrir hádegi var annar flokkur fyr- irlestra og var það Mr. Paul Fromer frá Ameríku, sem talaði þá um ýmsar höfuðkenningar kristindóms. Fromer var áður ritstjóri kristilega tímaritsins „His", sem gefið er út í Bandaríkjun- um. Hann tók fyrir efni eins og guð- dóm Jesú, þýðingu dauða hans, upp- risu og endurkomu, innblástur og vald Biblíunnar. Fromer sagði m. a., að hver sem sneri sér til Jesú vceri frelsaður. „En hver er þá Jesús? Bibl- ían svarar því. Við viljum vita, hve sönn hún er og við verðum að finna 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.