Kirkjuritið - 01.04.1973, Blaðsíða 14
Það er Pálsmessa á öndverðum
þorra, sem áður nefndist í almanök-
um, „Afturhvarfsdagur heilags Páls"
og íslendingar tóku mark á um veðr-
áttu allan ársins hring. Merkisdagur
alla tíð. — Liðið er að náttmálum.
Turn síra Hallgríms gncefir við dökk-
an kvöldhimin með skíðgarð sinn og
trönur upp á miðjar síður. Inn þang-
að er för okkar sira Guðmundar í
Skálholti heitið til fundar við unga
kennaranema, sem fúsir eru til að
segja hug sinn um kristindóm, hvern-
ig þau kynntust honum í bernsku,
hvernig afstaða þeirra sjálfra er til
trúarinnar og hvernig honum verði til
skila komið i kennslu.
Brátt eru kennaranemarnir komnir
með kyrlátt fjör œsku sinnar, einlœgni
og alvöru. Þau eru: Guðbjörn Egils-
son, Gunnar Finnbogason, Kolbrún
Guðjónsdóttir, Hrefna Óskarsdóttir og
Sjöfn Ágústsdóttir.
í hœversku sinni telja þau sig
ekki öðrum skólasystkinum hœfari til
þessara viðrœðna, en fús eru þau,
enda er hér enginn rannsóknarréttur
settur, heldur vinsamleg samrœða.
Innan stundar tökum við að impra
á efninu og spyrjum þau um frœðslu
þá, er þau nutu á barns- og unglings-
árum í skólum. Þau hika, en svo rœt-
ist úr:
Gunnar: — Það er ósköp lítið, sem
ég man eftir úr barnaskóla, en í
gagnfrœðaskóla hafði ég góðan
kennara. Ég þekkti hann raunar frá
því að ég var í sunnudagaskóla.
Hann kenndi mjög vel.
Hrefna: — Kristin frœði voru mjög
vel kennd í barnaskóla fannst mér.
Sjöfn: — Mér finnst ég muna það vel,
sem ég lœrði í barnaskóla, þegar ég
rifja það upp núna í Kennaraskólan-
um. Þó finnst mér það hafa verið
galli, hve mikið var dregið undan,
hve miklu var sleppt og sérstaklega
var efnið fegrað bœði í biblíusögun-
um og í kennslunni miðað við það,
hvernig frá er sagt I Biblíunni. Mér