Kirkjuritið - 01.04.1973, Page 15

Kirkjuritið - 01.04.1973, Page 15
SPJALL finnst svo margt þar, sem nauðsyn- legt er að vita, en kemur ekki fram í kennslubókinni né í kennslunni. — Hefir þá verið bœtt úr því i Kennaraskólanum? S|öfn: Já, — það er gert. -— Þegar ég miða við sjálfa mig hygg ég, að börn þoli að fá að vita meir og bet- ur um ýmislegt. Það er töluð of mikil tœpitunga, — kennslan ekki nógu eðlileg og raunsœ. Gunnar: — Ég hygg að sumir kenn. arar kenni kristinfrœði af hálfgerðri nauðung og vilji komast frá þessari kennslu á sem auðveldastan hátt. Ýmsar ófagrar sögur hefir maður heyrt af slíkri kennslu. — Við höfum nú heyrt þetta líka, en höfum einnig talað við skólastjóra og kennara og þeir segja, að kennar- ar, sem taka þessa kennslu að sér, beri yfirleitt virðingu fyrir henni. Gunnar: — Miðað við þá þekkingu, sem kennari hefir, er hann útskrifast ór kennaraskóla, þá getur hann samt varla gert greinarmun á lögmáli og fagnaðarerindi. — Ég álít að öll kennslan eigi þó að miða við þennan greinarmun. Ég geri mér þó grein fyr- ir því, að í barnaskóla miðast kennsl- an við biblíusögur, en í gagnfrœða- skóla þarf að taka þetta öðrum tök- um. Ég hygg, að ýmsir, sem ég hefi kynnst i skólanum, viti ekki mikið í þessum efnum, þegar þeir útskrifast. — Þegar þið talið um fegrun á efninu, þykir ykkur þá, að kennslan í barnaskólanum hafi miðað við það, að gjöra ykkur að „góðmennum" — eða hvað? Sjöfn: — Fá mann til að tárfella af öllu. — Tárfella! Sjöfn: — Já, þetta var einhvern veginn gert svo viðkvœmt, fannst mér------- Kolbrún: — Þetta var nú tekið eins og það stóð í bókinni. Gunnar: — Það er komið inn hjá börnunum þessari verkaréttlœtingu, 13

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.