Kirkjuritið - 01.04.1973, Page 28
Sigurður: Þetta snertir einnig vanda-
mál kirkjunnar: — Hvernig stendur
hún að skírninni? Hvað gerir hún fyrir
foreldra, sem óska þess, að barn
þeirra sé skírt? Er þeim veitt einhver
frœðsla eða aðstoð eða er bara sagt:
,,Já," og barnið síðan vatni ausið,
þótt foreldrarnir kunni að hafa tak-
markaðan skilning á því, sem fram
fer?
G. Ól.: Já, það er alvarleg ásökun,
sem þjóðkirkjan getur þó ekki neitað,
að hún annast skírn barna, en sér
ekki fyllilega til þess, að þau fái
krisfna frœðslu. Hún treystir á foreldr-
ana, og hún treystir á skólana. Hún
hefur gert of lítið sjálf, sem stofnun.
Á því þyrfti að verða breyting. —
Norðmenn vinna nú að gagngerðri
breytingu á þessu hjá sér. Þeir miða
við, að hjálpa foreldrum að byrja
frœðslu fjögurra ára barna. Ég held
þeir hafi nýlega gefið út a. m. k. eina
bók cetlaða fjögurra ára börnum og
foreldrum þeirra. — Þeir rœða einnig
mjög um að hœtta ekki frœðslunni
eftir skólaaldur, heldur frœða full-
orðna. Og það er kannski atriði, sem
vert vceri að leiða athygli að hér hjá
okkur, að við höfum e. t. v. lagt of
einhliða áherzlu á kristindómsfrœðslu
fyrir börn og unglinga. Það kann að
vera engu minni þörf á að frœða þá
fullorðnu.
En hversu mikinn hlut í skírnar-
frœðslunni virðist ykkur skólamönn-
um unnt að cetla skólunum? — Stína?
Hvað segir þú um það?
Stína: Ég tel, að ekki komi til greina
að minnka þessa frceðslu í skólunum
frá því, sem er. Mér virðist ótrúlegt,
hvað viðhorfin eru jákvœð bceði hjá
nemendum, kennurum og foreldrum,
sem ég hef umgengizt. Ég held þess
vegna, að viðhorf almennings séu
ekki eins neikvœð og raddir eru uppi
um.
G. Ól.: Það er sennilegt, að slíkar
raddir séu fyrst og fremst raddir áróð-
ursmanna.
Stína: Já, en þœr þarf að sjálfsögðu
að kveða niður, því að það eru ein-
itt slíkar raddir, sem geta eyðilagt.
Hvað um kennara?
Sr. Guðjón: En hvernig stendur þo
kennarastéttin almennt að vigi til þess
að kenna kristin frœði? — Ég hef séð
próf frá krisfinfrœðikennurum, sem
þannig voru gerð, að ég hefði betur
talið, að þar hefði ekki verið um
neina kennslu að rœða.
Stina: Próf segja að vísu ekki aI!+•
Það á við í öllum kennslugreinum, að
það eru margir, sem ekki kunna að
semja próf. Próf þarf ekki að vera
mœlikvarði á kennsluna.
Sigurður segir það reynslu sína, að
mjög erfitt sé að kenna kristin frceði
til prófs. Þar sé aldrei hœgt að spyna
um það veigamesta. Auðvelt sé að
spyjra um söguleg atriði, svo sem
fœðingastað Jesú, en slíkt skipt'
minna máli í kennslunni en sjálfa1"
boðskapurinn.
Séra Arngrímur tekur mjög undir
þessi ummœli Sigurðar.
Séra Guðjón spyr, hvort kennarar
muni almennt líta svo á, að boð-
26