Kirkjuritið - 01.04.1973, Side 32
frœðslu í almennri siðfrœði og hátt-
vísi sé afar þokukennt og óljóst,
jafnvel svo, að hver gœti lagt í það
þá merkingu, sem honum þóknaðist.
Sigurður Pálsson bendir á, að grein
þessi muni standa og falla með á-
kvœðum námsskrár, og virðist það
einsœtt.
Óljóst markmið
G. Ól.: Er þá orðalag grunnskóla-
frumvarpsins nýja viðunandi eða
ekki?
Sr. Arngrímur: Varla held ég, að
auðvelt verði að sœtta sig við, að
gengið sé á snið við óskir megin-
hluta skólastjóra. Þeir vildu hafa
kristinn skóla, og ég hygg, að sá sé
einnig okkar vilji.
Sr. Guðm. Þorsteinsson varpar fram
þeirri spurningu, hvort viðstaddir
teldu feng í því að fá ákvœði um
kristinn grundvöll skólans í markmiðs-
grein, ef þá vœri hœtta á, að niður
yrði fellt ákvœðið um kennslu í kristn-
um frœðum úr 43. grein. Hann telur
frumvarpið betra eins og það er.
Ástráður: Ef ákvœði um kristinn
grundvöll yrði tekið í grundvallar-
greinina, vœri náttúrlega óhugsandi,
að það yrði fellt úr þeirri grein, sem
fjallaði um námsefni.
Fram kemur í umrceðunum, að eldri
grunnskólanefnd muni hafa fallizt á
óskir prestastefnu og skólastjóra
varðandi slík ákvœði. Orðalag yngra
frumvarpsins um markmið og náms-
efni er hins vegar gerbreytt frá hinu
fyrra. Fundarmenn eru þó sammála
um, að orðalag um grundvöll og
markmið sé álíka óljóst í báðum
frumvörpum, þar sé um að rœða
grunnskóla án grunns, svo sem sagt
hafi verið. Ástráður segir, að sér hafi
raunar komið á óvarf, hversu ein-
dregnar skoðanir skólastjóra gagn-
frœða- og héraðsskóla hafi virzt um
þetta atriði, þeir hafi almennt viljað
leggja áherzlu á krisfinn grundvöll
skólans.
Kristin frœði — hornreka
G. Ól.: Te!jið þið, að fram komi í
grunnskólafrumvarpinu einhver var-
hugaverð stefna frá kristnu sjónar-
miði?
Ástráður: Frumvarpið segir náttúr-
lega ekkert um, hversu mikið skuli
kennt eða hvern sess kristin frœði
muni fá meðal annarra námsgreina.
Sigurður Pálsson vekur athygli á,
að í fylgiskjali frumvarpsins sé sýnd
hugsanleg skipting kennslustunda
milli námsefnis. Þar kemur fram, að
œtlaðar eru 9 stundir alls til kennslu
í kristnum frœðum i öllum bekkjum
grunnskóla. Er svo að skilja, að það
séu jafn margar stundir og gert er ráð
fyrir í drögum að námsskrá frá árinu
1948. Þó er hér sú breyting, að þvi
er Ástráður segir, að fœkkað er unn
eina stund í 7. eða 8. bekk, en fjölg-
að um eina í 9. bekk.
Sr. Guðm. Þorst.: Ekki verður annað
sagt en það sé nú heldur naumur
skammtur, að œtla gagnfrœðastigs-
nemendum eina stund á viku. Og
ein stund nýtist náttúrlega afar illa.
30