Kirkjuritið - 01.04.1973, Page 39

Kirkjuritið - 01.04.1973, Page 39
t I fylling tímans Um 400 ár hafði ísrael engan spámann átt. Þá gengur Jóhannes skírari skyndilega fram. Með þeim sérstœða myndugleik, sem spámönnum einum er léður, boðar hann, að nú skuli Guð taka í tauma með hjálprœði sínu, svo sem hann hafi heitið. Guðs ríki var í nánd. Því skyldu allir snúa sér og gera iðrun og búast við því, sem fyrir höndum vœri. Allir vissu, hvað um var að rœða, — ef skírarinn var í raun sendur af Guði. Guð hafði reyndar sagt, að hann hefði áform í hyggju og tilgang með öllu, sem á daga ísraels hafði drifið. Ritningarnar báru því vitni. Hann hafði kallað Abraham frá Úr í Kaldeu og leitt hann um ókunna stigu, til þess að hann yrði cettfaðir lýðs Guðs. Hann hafði leitt lýð sinn út úr Egypta- landi og gjört sáttmála við hann á Sínaí. Hann hafði gefið honum lög sín, til þess að hann yrði heilagur, öðrum þjóðum til dœmis og vitnisburðar. Hann hafði agað hann með árásum og herleiðingum, en hann hafði aldrei yfirgefið þjóð sína. Hann hafði sent spámenn sína, og þeir höfðu allir bent fram til þess tíma, er hann skyldi koma, til þess tíma, er hann mundi stofna nýjan sáttmála, frelsa lýð sinn og gefa honum réttlátan konung, svo að höfðingjadómurinn yrði mikill og friðurinn tceki engan enda á hásœti Davíðs og í ríki hans. Þeir, sem heima voru í ritum spámannanna, vissu þó, að til 37

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.