Kirkjuritið - 01.04.1973, Síða 66
og erlendis
LORD FISHER
erkibiskup í Kantaraborg
AAikill skólameistari og stjórnandi.
Um miðjan september 1972 lézt Fisher
fyrrum erkibiskup í Kantaraborg á
Englandi. Fisher erkibiskup var vel
kunnur hérlendis af afspurn, en per-
sónuleg kynni mun herra Sigurgeir
Sigurðsson biskup hafa af honum
haft, er hann sótti Lambeth-þingið
1948 í boði erkibiskupsins.
Geofferey Francis Fisher var 1 heim-
inn borinn 5. mai 1887, sonur sr.
Flenry Fisher, sóknarprests í Higham-
on-the-Hill, Nuneaton og yngstur tíu
barna Fisherhjónanna. Menntun sína
hlaut hann í Marlborough College og
í Exeter College í Oxford. Hann naut
mikils álits í skóla og var afburða-
námsmaður. Að háskólanámi loknu,
árið 1911, settist hann í prestaskólann
í Wells og gerðist svo djákni ári síðar
við dómkirkjuna í Salisbury. Prests-
vígslu hlaut hann árið 1913, en þjón-
aði aðeins í eitt ár og gerðist skóla-
meistari við Repton-skólann, einn
fremsta menntaskóla á Englandi. Þá
var Fisher tœplega þrltugur að aldri.
Fyrirrennari hans var William Temple,
er síðar varð erkibiskup í Kantaraborg
og fyrirrennari hans þar einnig.
Fisher reyndist fágœtlega fœr skóla-
meistari, einkum vegna mikilla1"
stjórngáfu, sem honum var gefiH’
Hann hafði geysileg áhrif á nemend-
ur með stjórnvizku sinni til mótunar
í sjálfsaga.
Árið 1917 kvœnist hann Rosamund
Chevallier Forman, dóttur eins yfir'
kennarans við skólann. Skólameistai-1
var hann til ársins 1932, er hann var
kjörinn biskup i Chester.
Biskup í Chester — síðan í London
Biskupsdómur hans einkenndist
hinum sama eiginleika, stjórnvizk-
unni. Einn þeirra, er um hann ritarseð'
ir, að árin í Chester hafi reynzt honun1
sérstaklega dýrmœt, því að þar haf'
hann lœrt, hvað til þess þurfti til
gegna ábyrgðarstöðu í kirkjunni. Það
hafi ekki verið nógsamlega á þa^
bent, að starf biskups þurfi að nenna
64