Kirkjuritið - 01.04.1973, Side 68

Kirkjuritið - 01.04.1973, Side 68
Fisher erkibiskup sezt á stól Ágústinusar í Kantaraborg. gerða. Þetta voru þá talin mjög góð kjör og horfur á enn betri aðstöðu. Reynsla Fishers á þessum erfiðu tím- um var því dýrmœt og hafði mikil áhrif innan kirkjunnar. Þótt almenn- ingur yrði ekki svo mjög var við þau á ytra borði. Erkibiskup í Kantaraborg Þegar William Temple, erkibiskup lézt, árið 1945 var Fisher gerður að erkibiskupi í Kantaraborg. Winston Churchill valdi hann fremur en Bell biskup í Chester, sem var róttœkari maður. Temple og Fisher voru mjög góðir vinir meðan báðir lifðu, en þeir voru þó einkar ólíkir menn. Temple var spámaður og leiðtogi á sviði hugsun- ar, maður bráðgáfaður og raunveru- legur forustumaður I guðfrœði , heim- speki og stjórnmálum. Auk þessara hœfileika átti hann auðvelt með að ná persónulegri vináttu manna. Nán- ir vinir hans sáu þó, að hann var ekki stjórnandi. Fisher var það, sem Temple vantaði, en hafði þá heldur ekki til að bera hina sérstöku hœfileika Temple- Hér hafði forsjón Guðs sannarleg0 hönd í bagga. Kirkjan eignaðis* stjórnanda, þegar hlutverki spd' mannsins lauk. Fisher var leiddur til biskupsstóls 1 Kantaraborg 19. apríl 1945, Stjórn- 66

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.