Kirkjuritið - 01.04.1973, Side 72

Kirkjuritið - 01.04.1973, Side 72
ÞÁTTUR UM GUÐFRÆÐI ! ARTICULI CH RISTIANAE DOCTRINAE Um góðu verkin EFTIR MARTEIN LÚTHER Um þriðja boSorS 1. Nú höfum við séð, hve mörg góð verk eru unnin í öðru boðorði, og eru þau þó ekki góð í sjólfu sér, nema unnin séu í trú og í trausti ó þóknun Guðs, og hve mikið vér höfum að gjöra, ef vér gœtum þessa boðorðs eins, en erum því miður að fóst við mörg önnur verk, sem eru alveg ó- viðkomandi. Nú kemur þriðja boð- orð, „Halda skaltu hvíldardaginn heilagan." í því fyrsta er boðið, hvernig hjarta vort ó að vera gagn- vart Guði; í öðru, hvernig munnurinn skuli vera það í orðum. I þessu þriðja er boðið, hvernig vér skulum vera gagnvart Guði í verkum. Þetta er fyrri tafla Móse og hin rétta (eiginlega). Á hana eru þessi þrjú boðorð skrifuð og stjórna manninum ó hœgri hlið, þ. e. í þeim hlutum, er Guð snerta, og í þeim sinnir Guð manninum og hann Guði ón meðalgöngu nokkurrar skepnu. Fyrstu verk þessa boðorðs eru gróf og útvortis, og nefnum vér þau venju- lega guðþjónustu, t. d. að hlýða messu, biðja og hlusta ó prédikun ó helgum dögum. Samkvœmt þessari merkingu eru mjög fó verk í þessu boðorði. Auk þess eru þau ekki neitt, nema þau séu gjörð að þóknun Guðs, í trausti og trú, eins og fyrr er sagt- Því vœri einnig gott, að helgidagat vœru fœrri, með því að verk þeirra ó vorum dögum eru verri en virka daga, iðjuleysi, át, og drykkja, spil og önnut slœm verk. Auk þess er hlýtt á messu og prédikun án allrar betrunar, bœn- in þulin án trúar. Liggur við, að menn haldi, að nóg sé að horfa á messuna með augunum, heyra prédikuninö með eyrunum og þylja bœnina með munninum . Og vér förum svo yfir' borðslega að, hugsum ekki um að fö eitthvað af messunni í hjartað, lcerö eitthvað af prédikuninni og varðveita það, leita einhvers með bœninni, óskö og vœnta einhvers, þótt biskupar og prestar eigi mesta sök á þessu eðo 70

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.