Kirkjuritið - 01.04.1973, Side 88

Kirkjuritið - 01.04.1973, Side 88
91: ,,Ég er hjá honum í neyðinni og frelsa hann." Sömuleiðis í Sálmi 34: „Drottinn er nálœgur öllum þjáðum og hjálpar þeim. Ekki nóg með það, hann hefur gefið kröftugt, öflugt dœmi þessa: elskaðan einkason sinn, Jesúm Krist, Drottin vorn. Hann hvíld- ist allan sabbatsdaginn (nefnilega í gröfinni),laus við öll verk sín, og upp- fyllti fyrstur þetta boðorð, þótt hann þyrfti þess ekki sjálfs sín vegna, að- eins oss til huggunar, til þess að vér vœrum kyrrir í öllum þrautum og dauða og œttum frið. Vér eigum að líta svo á, að eins og Kristur var vak- inn upp aftur eftir hvíld slna, og lifir nú áfram aðeins í Guði og Guð í hon- um, þannig verðum vér einnig reistir upp fyrir deyðingu vors (gamla) Ad- ams, en það verður ekki til fulls nema með dauða og greftrun eðlisins, til þess að Guð lifi og starfi í oss að ei- lifu. Sjáðu, þetta eru þrír liðir manns- ins: skynsemin, fúsleiki og ófúsleiki, en í þeim gjörast öll verk hans. Þá verður þannig að deyða með þessum þrem iðkunum: stjórn Guðs, ögun sjálfra vor og meingjörða annarra, og heiðra þannig Guð, œtla honum rúm fyrir verk sín. 25. En slík verk og þrautir eiga að fara fram í góðu trausti á hylli Guðs, svo að öll verk séu inni falin í fyrsta boðorð inu, eins og sagt hefur verið, og trúin iðki þau og styrkist í þeim, en hennar vegna eru öll önnur boð- orð og verk sett. Sjáðu því, hvernig fagur gullhringur myndast úr þessum þremur boðorðum og verkum þeirra, og hvernig annað boðorðið leiðir af hinu fyrsta og kemur fram í því þriðja og þriðja þrœðist aftur gegnum hið annað inn í fyrsta boðorð, þvi að fyrsta verkið er að trúa, það er djörfung og traust til Guðs. Af þessu leiðir annað verkið: að vegsama Guð, játa náð hans, gefa honum einum alla dýrð. Síðan kemur hið þriðja: að þjóna Guði með bœn, hlýða á prédikun, beina hugsun og löngun að velgjörð Guðs, auk þess að aga sjálfan sig og þvinga hold sitt. Þegar nú hinn illi andi verður var við þessa trú, dýrð Guðs og og guðsþjónustu, œrist hann og byrjar ofsókn, rœðst á líkama, mann- orð og líf, leggur á oss veikindi, fá- tœkt, smán og dauða, en því rœður Guð og stjórnar. Sjáðu, þarna hefst annað verkið eða annað helgihald þriðja boðorðs. Við það reynir mjög á trú vora eins og gullið í eldinum- Því er það stórt að varðveita traustið á Guði, þótt hann valdi oss dauða, smán, helsubresti og fátœkt, og telja hann gœzkuríkan föður þrátt fyrir svo œgilega mynd reiðinnar, en það verð- ur að gerast í þessu verki þriðja boð- orðs. Þjáningin neyðir trúna til að ákalla nafn Drottins í þjáningunni oQ lofa hann og kemur þannig gegnum þriðja boðorðið að öðru boðorði. Og trúin vex við þetta ákall og lofgjörð um nafn Guðs og kemur til sjálfrar sín og styrkist þannig við þessi tvö verk annars og þriðja boðorðs. Síðan hefst hún handa með verkum og kemot aftur til sjálfrar sín í verkunum, alveg eins og sólin kemur upp og skín til sólseturs og kemur aftur að sólarupp' rás. Því er dagurinn eignaður hinu friðsama lífi í verkunum, en nóttin hinu líðandi lífi í mótlœtinu, og trúin lifir og starfar í hvoru tveggja, genð' 86

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.