Kirkjuritið - 01.04.1974, Blaðsíða 60

Kirkjuritið - 01.04.1974, Blaðsíða 60
Á þjóðminiasafninu ó Bygdoy er geymd stafkirkja, sem að stofni er frá Gol í Hallingdal og talin byggð nœrri árinu 1200. Flestar voru kirkjur þessar byggðar á tólftu eða þrettándu öld, og hafa allmargar þeirra enzt undravel allt til þessa dags. Undir- staða þeirra var grjóthleðsla, er syllur voru á lagðar, en síðan voru feikna- miklir stafir reistir á þeim. Þeir voru í senn höfuðstoðir kirkjunnar og súlur til prýði, þvi að útbrot komu gjarna utan þeirra, þar urðu hliðarskip og gangar. Áhrif þessara gömlu, rismiklu húsa eru einstök. í þeim, í rökkri þeirra og tiginni list, sem greypt er eða máluð í stafi, boga og hvelfingar, er fortíðin sjálf. Og mikið er, ef fortíð íslenzkra kirkna er nokkurs staðar áþreifanlegri. Þeldökk þý og vöfundur vísi Skammt frá kirkjunni er veitingastofa þjóðminjasafnsins. Við setjumst þar á svölum hússins undir rökkur. Sagt er, að þjóðdansasýning sé að hefjast. En undarlegt og annarlegt þykir okkur þar að vera. Þeir, sem ganga um beina, eru allir Austurlandamenn, dökkir á hörund. Svo er raunar víðast í Osló. Og gestirnir, sem þarna sitja og skima forvitnir til dansaranna, mcela flestir á enska eða þýzka tungu. Þannig er þá komið fyrir Norðmönn- um, sem svo djarflega og drengilega vörðust erlendri ásókn fyrir þrem ára- tugum. Þeim er svo mikið í mun „að selja land sitt" og tolla í þeirri tízku, að þeir verða að sœkja sér leiguþý í fjarlœgar álfur til hinna „óvirðulegri" starfa. Skyldi sú öld renna á íslandi einnig? Eitthvert sölubragð þykir okkur að þjóðdansasýningunni. Ég þykist a. m. k. hafa séð norskt sveitafólk dansa af meiri sannfœringu og fjöri heima i Biskupstungum. Nú skal stytta sögu þessa og láta hjá líða að segja frá messunni í Sins- enkirkju. Það var að vísu góð messa, auðsén þátttaka alls safnaðarins 1 henni, bœði söng og bœnum. En kor var raunar enginn. Sunnudagskvöidið þágum við heimboð vina. Bjorling- haug heita þau hjón, og munu margii' Islendingar hafa notið gestrisni þeirra. Hjá þeim var fœreyskur gestur, Bina Poulsen, lœknir, sem stundaði nam við Háskóla íslands skömmu eftir stríð, en hefur starfað í Kóreu og víðar. Bar margt á góma þá góðu kvöldstund. Mánudag, 20. ágúst kemur Rauður síðast við sögu. Þá er honum beitt a fjöll. Þar sem heitir Frognersetur, hitt- um við smiði nokkra, sem eru að end- urreisa gamla timburstofu. Svo viro- ist sem þar sé verið að safna saman gömlum byggingum. Einn þeirra fe laga nemur staðar með bjálka mikinn um öxl og upphefjast þá samrœður. Hann virðist vera yfirsmiður. Þegar hann fréttir, að þar eru íslendingar, a ferð og sumir forvitnir um gömul hus, lcetur hann tréð siga. Hann er rceðinn og þœgilegur karl, kveðst starfa o vegum borgarstjórnar við varðveiz gamalla húsa. Þeir eru að flyþa hin9 að gamla lénsmannsstofu, veglega- 1 sannindamerkis sýnir hann 0 skrautmáluð borð og bjálka úr þiliurn Það var stofa með útskornum dyra 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.