Kirkjuritið - 01.04.1974, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.04.1974, Blaðsíða 24
hlegið svo að þessari samlíkingu, að tór hefðu runnið. — Ég sé hann ganga meðal drengj- anna eftir fund, klappa á kolla, strjúka um vanga, — kannski hár- reita einn og einn í gamni. — Og þeir hópast kringum hann. — Hvað ég öfundaði þá suma, sem hlutu klapp eða stroku eða spaugsyrði. — Mér fannst eins og hann mundi aldrei sjá mig. Og aldrei hefði ég haft upp- burði til þess að gefa mig á tal við hann að fyrra bragði, eins og sumir drengir gerðu. Aðeins einu sinni minnist ég þess, að hann tœki eftir mér á þeim árum. — Ég var að leita eldra bróður míns. Hann var orðinn hálffullorðinn, — skógarmaður, meira að segja, þ. e. a. s. hafði verið í Vatnaskógi með séra Friðriki. Ég fann hann inni ! lesstofu á Amtmannsstíg ásamt fleiri piltum. — Og þar var nú raunar séra Friðrik einnig. Honum var sagt, hver ég vœri. Hann tók höfuð mitt, lagði það þétt- ingsfast að barmi sér. — Mér finnst sem vindlalyktin sé enn í nösum mér. — Og svo strauk hann hlýrri hendi um vanga mér og klappaði mér. — Ég var óvanur slíkum atlotum og fór hjá mér, — veit ekki nema ég hafi streitzt á móti. Eitthvað fallegt hefur hann efalaust sagt. Ég man það ekki. Hitt veit ég, að á þeirri stundu var hann að blessa mig og biðja fyrir mér. — Blindur predikar Þetta mun hafa gerzt skömmu áður en séra Friðrik fór utan til Danmerkur sumarið 1939. Þá var hann liðlega sjötugur, en ég á tólfta ári. — Hann kom ekki aftur heim fyrr en að 6 ár- um liðnum. Þá hafði heil heimsstyrj- öld farið hjá garði. — Hann var að vísu orðinn gamall maður, ég orðinn latínuskólapiltur. Vitanlega var ég að- eins einn í hópnum eins og fyrr. Og þó var þessi heimkoma hans ógleym- anleg hátíð. — Það var aðeins einn séra Friðrik í KFUM. — Og hann var kominn heim úr útlegðinni, — enn einu sinni sendur af Guði, hans er- inda. — Og séra Friðrik átti mikið ólifað. Meira að segja heimsótti hann mig að Torfastöðum, er ég var orðinn prestur þar. Hann var hjá okkur hjón- um fáeina daga, þá alblindur orðinn, — predikaði í kirkjunni við messu og rœddi við unga og gamla, komandi og farandi, er settust við fótskör hans. — Allir, hygg ég, að hafi farið glað- ari og ríkari af fundi öldungsins. SnauSur skólasveinn Nú kannt þú að spyrja, lesandi góð- ur, — hvað í fari séra Friðriks hafi gert hann svo mcetan og mikinn 1 augum manna. — Ég játa, að það er með hálfum huga, að ég reyni að svara. Hér eru margir, sem voru vinir hans og þekktu hann svo miklu lengur og betur en ég. Þó var ég beðinn þess að minn- ast hans hér í kvöld, og fátt geri ®9 fúsari og glaðari. Spurningunni kýs ég helzt að svara með fáeinum mynd- um úr lífi hans. Að sjálfsögðu hefur þú heyrt um, hversu bernska séra Friðriks var ser- stœð um margt. Ég má því ekki dvelja 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.