Kirkjuritið - 01.04.1974, Blaðsíða 66

Kirkjuritið - 01.04.1974, Blaðsíða 66
getið. Hún stendur á vatnsbakka um- lukin þjóðsögum og lágum leiðum, vel hirtum. Þar er bautasteinn eins hinna mörgu alþýðulistamanna, sem uppi hafa verið í Noregi. Sá er talinn hafa verið einhver mestur snillingur á fiðlu í landinu. Messan, í þrengslunum, við kerta- Ijós og þróttmikinn, en bljúgan sálma- söng á mörgum, norrœnum tungum, verður lengi í minnum höfð. Biskup- inn á Ogðum, nývígður, Erling Utnem að nafni, predikaði. Var rœða hans heit og innileg, en skrúðlaus. Hann þjónaði og við hina sérstœðu kvöld- máltíðarathöfn ásamt sóknarprestin- um og fleiri prestum. Sóknarpresturinn var einkar geðþekkur maður, bœkl- aður mjög á fótum, svo að undrun vakti, að hann skyldi geta staðið við þjónustuna. En sagður var hann skáld gott, virtur maður og vinsœll. Á stól rétt við grátur sat Helder Camara, erkibiskup, og setti á sína vísu svip á athöfnina. Var svo að sjá sem hann bœðist fyrir frá upphafi messunar til enda, en að sjálfsögðu varð hann að sitja hjá, þegar aðrir gengu til altaris. Mun hann þó hafa látið í Ijósi, að sárt þœtti sér að geta ekki samneytt brœðrum sínum á því kvöldi. Segja má, að hinum norrœna prestafundi vœri lokið með þessari messu, þótt fundarslit fœru ekki fram, fyrr en að morgni föstudags, 24. ágúst. Við, sem gist höfðum að Skinn- arbu, lengdum nokkuð samvistir með náttspja11i eftir messu. Sátum við í forsal hótelsins, og þar bar margan að, sem lagði orð í belg. Þar voru hjónin ágœtu frá Lillehammer, sem fyrr var frá sagt. Höfðu þau, þegar hér var komið, boðið okkur Önnu heim, og þágum við boð það með þökkum, þá um kvöldið. Skyldi lagt af stað að morgni föstudags. Þau hjón höfðu setið ! einum þrem prestaköllum og kunnu frá ýmsu að segja. Einkum var fróðlegt og skemmtilegt að heyra um kynni þeirra af svonefndum Lestadi- önum, dálitlum hópi manna, sem kenndur er við sœnska prestinn Lesta- dius. Lestadianar eru heittrúarmenn, en samfélag þeirra er einnig œttar- samfélag. Þrátt fyrir sérkenni sín hafa þeir haldið hollustu við presta þjóð- kirkjunnar með sínum hœtti. — Fyrr- verandi prest eða prófast frá Sogm bar að, var hann skemmtinn og rœð- inn eins og slíkir menn gerast beztir á fslandi. Kvaðst hann hafa margt að spjalla við íslendinga, enda þyl^' hann vel, að á hann vœri varpað is- lenzkum orðum, því að hvergi í Noreg' vœru skyldari menn íslendingum en á sínum góðu slóðum. Þau síra Grím og Guðrúnu Jónsdótt- ur sáum við hjónin síðast við RaU' landskirkju. Þau œtluðu að halda ti Óslóar á föstudeginum, síðan til Pan^' ar og suðrœnni landa, og eru þaU ur þessari sögu. Síra Arngrímur og Guð rún Hafliðadóttir tóku sér hins vegal far með finnsku prestafólki til Uppsala' Varð þeim nóttin þessi skömm og ónœðissöm, þv! að för þeirra var ákveðin með skjótum hœtti, og Finnar vildu leggja af stað fyrir dögun. Pur þó í ýmsu að vasast til undirbúnings< og allt fór skaplega um síðir. G. Ól. Ók 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.