Kirkjuritið - 01.04.1974, Side 78

Kirkjuritið - 01.04.1974, Side 78
„camping tours" inn ó hálendi ís- lands. Ég nefni kvikmyndasafn, er œtlað sé unglingum á aldrinum 14— 17 ára og til notkunar á fundum með unglingum og foreldrum þeirra — myndir, sem vekja spurningar og geta verið umrœðugrundvöllur. Ég nefni nýtt fermingarkver, bœkling fyrir for- eldra, er bera börn sín til skírnar, út- gáfu skemmtiefnis fyrir unglinga og útgáfu heildar „prógrams" fyrir sunnudagaskóla, stofnun hversdags- skóla á þéttbýlissvœðum, aðhlynning að þeim kristnu hópum, sem til eru í skólum landsins og eflingu slíkra hópa, hjálp til handa þeim ungling- um stórborgarsvœðisins, er reika um götur borgarinnar að dansleikjum loknum, leggjast til hvílu á berangri, í anddyrum fjölbýlishúsa eða inni í bílum, en eru álitnir þjófar og ákœrð- ir fyrir lögreglu og lokaðir inni í fangageymslum með afbrotamönnum. Um leið eru þeir svo að segja „stimpl- aðir" og hafa beðið skipbrot. Þau eru að vísu fleiri verkefnin, er bíða afgreiðslu, en sum þeirra, sem ég hef getið, eru komin á nokkurn rekspöl. Það verkefni, sem ég tel þó mestu skipta, er enn ótalið. Öll þau áðurnefndu geta þó þjónað því verk- efni, og að þv! verkefni vinnum við, eins og áður segir, en hér á ég við leitina að nýjum og fleiri starfskröft- um. Það verkefni er brýnast að mínu viti, því það er skoðun mín, að œsku- lýðsstarf verði ekki unnið af vifi nema með persónulegum tengslum við œskulýðinn. Unglingar í dag þrá að geta treyst og finna, að þeim er treyst. Traust skapast aðeins með persónu- legum tengslum, og nú ber hér allt að sama brunni. Safnaðarstarfið hlýt- ur að vera það, sem mestu máli skipt- ir. Æskulýðsfulltrúi getur ekki eignast persónuleg tengsl við hið unga ísland, en sóknarprestar og starfslið þeirra getur eignast traust safnaðar síns. Ég get nú lokið þessum orðum mínum a upphafsorðum mínum. Starf œsku- lýðsfuIItrúa er að þjóna barna- °9 unglingastarfi safnaðanna. Tilgang- urinn með kristnu œskulýðsstarfi er hins vegar ekki sá að skapa traust. Það er aðeins leiðin að markmiðinu. Tilgangurinn er sá, að benda til hans, sem gerði okkur öll elsku verð. Æsku- lýðsstarf kirkjunnar á íslandi er kristniboðsstarf. Með því starfi skaj framtíð þessarar þjóðar byggð a bjarginu eina ,,og steypiregn kom of- an, og beljandi lœkir komu og storm- ar blésu, og skullu á þv! húsi, en þa® féll ekki, þv! að það var grundvallað á bjargi." Sr. Guðjón Guðjónsson, œskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar. TIL ÍSLENZKRA PRESTKVENNA Dagana 29. júl! til 1. ágúst I974 verður haldið norrœnt prestkvenna mót á íslandi. Fer það fram ! hátíða sal Háskóla íslands og Norrœna hus^ inu ! Reykjavík. Undirbúningur er á veg kominn og þáttaka erlen r prestskvenna góð. * Okkur þœtti mjög ánœgjulegt, a^ íslenskar prestkonur sœju sér fœrt fjölmenna til mótsins. Þátttaka óskast tilkynnt sem a fyrst til Ingibjargar Þórðardóttu ,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.