Kirkjuritið - 01.09.1974, Blaðsíða 28
Síra Hallgrímur Pétursson.
218
slíka biblíuljóðagerð utan Passíusólm-
anna.
Vitað er, að árið 1656 var séra
Hallgrímur að yrkja sálma út af efni
Samúelsbóka. Hann hafði lokið við
fyrri bókina og var komin út í þriðja
kapitula hinnar siðari, er hann skyndi-
lega hvarf frá því verki og tók aldrei
til við það aftur. En í stað þess fór
hann að yrkja Passíusálmana af full-
um krafti. Hvað kom til, að hann
skipti svo snögglega um yrkisefni?
Hver er hin raunverulega orsök Pass-
íusálmanna?
Gömul sögn hermir, er séra Hall-
grímur hafði fengið veitingu fyir
Saurbœ, þá hafi hann í þakklœtisskym
lofað Guði sínum því, að minnast
skyldi hann frelsara síns sem hann
mcetti fyrir lausn úr volœði og vél-
brögðum þeirra Suðurnesjamanna. Og
því hafi hann á einni langaföstu
stuttu eftir að hann kom að Saurbce
tekið til við að yrkja Passíusálmana-
Hvað sem um sögu þessa má segia'
þá er það örugglega rétt, að um-
skiptin, sem urðu á œvikjörum hans,
er hann kom að Saurbœ, hafa leyst
úr lœðingi þá krafta, sem beztir °9
göfugastir voru í fari hans og skáld-
skap. í Saurbœ átti hann tvímœlalausf
beztu og björtustu daga lífs slns. Ábn
átján, sem hann átti þar, voru and°
hans auðug og frjó. Þar fékk skáld-
skapargáfa hans nýja vœngi og him
inborinn mátt.
í Saurbœ lifði hann í bróðurleg"
sátt við mennina og í sérstöku trun
aðarsambandi við Drottin sinn °9
Guð. Þar léku um hann blœr og bless^
un. Þar fann hann frá himni og \° .
„helgun, frið, náð og sáttargjörð ■
J