Kirkjuritið - 01.09.1974, Blaðsíða 58
Situr hann í því kalli til dauðadags,
20. apríl 1829.
íslenzk saga og norsk
Gísli prestur var latínuskáld og orti
meðal annars í tilefni af krýningu
Karls Jóhanns, Svíakonungs. Munu
nokkur kvœði hans hafa varðveizt
prentuð. Ennfremur er kunnugt, að
hann samdi ritling nokkurn, er hann
nefndi: „Et Par Ord til Moderlandet
Norge." Segir Hannes Þorsteinsson frá
því neðanmáls í Guðfrœðingatali sínu,
að ritlingur þessi hafi fjallað um þá
helgu skyldu Norðmanna að veita
brœðrum sínum, íslendingum, Grœn-
lendingum og Fœreyingum, hlut í
sömu réttindum og þeir höfðu sjálfir
hlotið árið 1814. Ritlingur þessi var
prentaður í Kristjaníu árið 1815, en
höfundar var ekki getið. Komst hann
þó aldrei í hendur almennings, því að
landstjóri Noregs, Essen greifi, fékk
höfundinn til að ónýta upplagið. Er
líklegt talið, að landstjóri hafi óttast,
að ritið kynni að hafa óœskileg áhrif
á samningaviðrœður milli Norðmanna
og Dana, er þá voru að hefjast að
frumkvœði norska Stórþingsins. Var
það ósk Stórþingsins, að Danir létu
ísland, Fœreyjar og Grœnland af
hendi til Norðmanna.
Síra Gísli var kvœntur norskri konu,
Charlotte Martine Barth að nafni. Var
hún dóttir Barths kanseliráðs og sór-
enskrifara í Rýfylki. Áttu þau að lík-
indum fjögur börn, er upp komust.
Jón sýslumaður Jakobsson kom því
til leiðar, að síra Gísli tók arf eftir
hann með öðrum börnum hans. Er
trúlegt, að síra Gísli hafi haft nokkur
tengsl við œttmenn sína á íslandi-
Jón, bróðir hans, getur hans nokkrum
sinnum í Árbókum sínum, og er þar
einna gleggst frá honum sagt með
svofelldum orðum:
„GIsli prestur Jónsson, sýslumanns
Jakobssonar og Rósu, var á Eystrd-
Mólandi i Noregi. Hann var þá gam-
a11, og hafði fengið áfall mikið og
bilazt af, og svo af iktsýki, er þar
lagðist að, svo hann fékk ei framið
embœttisverk nema sitjandi, og hugð'
af að láta. Hafði hann verið alvöru-
maður mikill og athafnamaður °9
bœtt mjög prestakall sitt. Voru þar
í tvœr þúsundir altarisgöngumanna
og níu barnaskólar. Bœði var hann
vinfastur og hugkvœmur og hinn
skörulegasti að sjá. Hann átti börn
mörg: Georg Daníel Barth, son hans(
var ingenieurlieutenant í Kristíaníu a9
kvœntur. Hans synir voru Gísli Kristján
og Jakob Espólín. Dœtur Gísla prests
voru Jóhanna Severina, er átti Ellin9
Hansson og börn. Önnur Karen Sib-
ylla."
Þegar Gísli Jónsson hvarf héðan a^
landi, fóru Móðuharðindin að gar^'
og þarf þeim ekki að lýsa. Öldin v°r
áður nógu hörð orðin. í Höfn v°rU
ýmsir íslendingar honum samtíða, serr|
þá voru merkir eða urðu siðar.
þá skildi hann leiðir og sneri e^|
heim. Sagt er, að móðurœtt hans me9'
rekja til Gísla Jónssonar, Skálho^5
biskups, en ekki kann ég það í
Hitt er og öllu merkilegra, ef satt er;
sem sumir hafa talið, að honum
boðinn biskupsstóll á Hólum arl
1799, en hann ekki þegið. Trúiegt er'
að saga hinna fornu biskupsst0
la
248