Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1974, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.09.1974, Blaðsíða 26
við vandamál og erfiðleika eiga að stríða. Hann er kennari í lífspeki og trú, réttlœti, drengskap og sannleika. Og hann er Ijósberi og huggari þeirra, sem við sjúkdóma eiga að striða og bíða við dauðans dyr. í meira en þrjár aldir hefur séra Hallgrímur verið ástmögur íslenzku þjóðarinnar. Engan mann hefur al- þýða manna í þessu landi metið og dáð meira en hann. Enginn hefur haft meiri eða blessunarríkari áhrif á ís- lenzkt mannlíf og menningu. í meira en 300 ár hefur séra Hall- grímur verið hinn mikli og lýsandi viti, sem borið hefur Ijós og anda Jesú Krists inn í líf íslendinga kyn- slóð eftir kynslóð. Passíusálmar hans hafa verið íslendingum varanlegt veg- arnesti, trúarleg ncering og leiðarljós á vegi þeirra frá vöggu til grafar. Frá því barnið biður fyrsta sinn blítt og rótt við sinnar móður kinn, til þess gamall sofnar síðustu stund, svala Ijóð þau hverri hjartans und. Svo segir í hinu frœga kvœði séra Matthíasar, sem margir munu kunna og enn þá á sess í skólaljóðum ís- lenzkra barna. Eins og kunnugt er orti séra Matthías þetta mikla kvœði um séra Hallgrím á 200 ára ártíð hans fyrir hundrað árum. Fjörutíu árum síð- ar, eða árið 1914, þegar þess var minnzt, að liðin voru 300 ár frá fœð- ingu séra Hallgríms, flutti séra Matthí- as erindi um skáldið ! Akureyrarkirkju, og var það birt í Skírni það sama ár. Þar segir meðal annars: „Þegar vér virðum Hallgrím Pétursson fyrir oss sem sálmaskáld eingöngu, megum vér 216 sleppa öllum samanburði. í þeirri grein ber hann höfuð og herðar eigi aðeins yfir alla samtíðarmenn sina hérlenda, heldur öll sálmaskáld vor, sem síðan hafa lifað. Valda því hans sérstöku gáfur og guðmóður. Þótt síð- an hafi verið ort einstök guðrœkin Ijóð jafnfögur og hrífandi, hafa þaU verið stutt og á stangli. Er margt a milli að yrkja einn og einn ágœtan sálm og samstilltan flokk margra sálma eins og Passlusálmarnir eru"- Þá skal tilfœrð hér umsögn Páls lögmanns Vídalíns um Passíusálm- ana. En Páll var skáld goft og ncest- um að segja samtímamaður Hall- gríms, þó að reyndar vceri ekki fcedd- ur fyrr en 1667. Hann segir, að Pass- íusálmarnir taki fram öllu því, „sern allir aðrir hér á landi hafi kveðið 1 því efni og standi framar lofi sínu, séu óviðjafnanlegir og muni ódauð- legir í framtíðinni. Muni af þem1 standa gagn og gœði öldum og °' bornum, meðan nokkur neisti sé eft,r guðrœkni í kirkju Krists á íslandi • í þriðja lagi vil ég tilfœra hér nokkur orð eins merkasta íslending5 nútímans, Halldórs Laxness, um Pas?' íusálmana. Hann segir svo í bók sinm „Vettvangur dagsins": „Það er vafa' samt, hvort Jesúviðfangsefninu hafa nokkru sinni verið gerð þvílík skil 1 skáldskap sem Passíusálmum Ha gríms Péturssonar, að guðspjöllunum fráskildum. Það má mikið vera, e Passíusálmar eru ekki tindur sérstaki ar öldu í heimsbókmenntunum, urn, leið og skáldsnilld fslendinga ncet þeim hámarki í annað sinn". Þá seg1 nóbelsskáldið, að þeir kostir, sen1 vegi þyngst í skáldskap séra Ha
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.