Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1974, Page 26

Kirkjuritið - 01.09.1974, Page 26
við vandamál og erfiðleika eiga að stríða. Hann er kennari í lífspeki og trú, réttlœti, drengskap og sannleika. Og hann er Ijósberi og huggari þeirra, sem við sjúkdóma eiga að striða og bíða við dauðans dyr. í meira en þrjár aldir hefur séra Hallgrímur verið ástmögur íslenzku þjóðarinnar. Engan mann hefur al- þýða manna í þessu landi metið og dáð meira en hann. Enginn hefur haft meiri eða blessunarríkari áhrif á ís- lenzkt mannlíf og menningu. í meira en 300 ár hefur séra Hall- grímur verið hinn mikli og lýsandi viti, sem borið hefur Ijós og anda Jesú Krists inn í líf íslendinga kyn- slóð eftir kynslóð. Passíusálmar hans hafa verið íslendingum varanlegt veg- arnesti, trúarleg ncering og leiðarljós á vegi þeirra frá vöggu til grafar. Frá því barnið biður fyrsta sinn blítt og rótt við sinnar móður kinn, til þess gamall sofnar síðustu stund, svala Ijóð þau hverri hjartans und. Svo segir í hinu frœga kvœði séra Matthíasar, sem margir munu kunna og enn þá á sess í skólaljóðum ís- lenzkra barna. Eins og kunnugt er orti séra Matthías þetta mikla kvœði um séra Hallgrím á 200 ára ártíð hans fyrir hundrað árum. Fjörutíu árum síð- ar, eða árið 1914, þegar þess var minnzt, að liðin voru 300 ár frá fœð- ingu séra Hallgríms, flutti séra Matthí- as erindi um skáldið ! Akureyrarkirkju, og var það birt í Skírni það sama ár. Þar segir meðal annars: „Þegar vér virðum Hallgrím Pétursson fyrir oss sem sálmaskáld eingöngu, megum vér 216 sleppa öllum samanburði. í þeirri grein ber hann höfuð og herðar eigi aðeins yfir alla samtíðarmenn sina hérlenda, heldur öll sálmaskáld vor, sem síðan hafa lifað. Valda því hans sérstöku gáfur og guðmóður. Þótt síð- an hafi verið ort einstök guðrœkin Ijóð jafnfögur og hrífandi, hafa þaU verið stutt og á stangli. Er margt a milli að yrkja einn og einn ágœtan sálm og samstilltan flokk margra sálma eins og Passlusálmarnir eru"- Þá skal tilfœrð hér umsögn Páls lögmanns Vídalíns um Passíusálm- ana. En Páll var skáld goft og ncest- um að segja samtímamaður Hall- gríms, þó að reyndar vceri ekki fcedd- ur fyrr en 1667. Hann segir, að Pass- íusálmarnir taki fram öllu því, „sern allir aðrir hér á landi hafi kveðið 1 því efni og standi framar lofi sínu, séu óviðjafnanlegir og muni ódauð- legir í framtíðinni. Muni af þem1 standa gagn og gœði öldum og °' bornum, meðan nokkur neisti sé eft,r guðrœkni í kirkju Krists á íslandi • í þriðja lagi vil ég tilfœra hér nokkur orð eins merkasta íslending5 nútímans, Halldórs Laxness, um Pas?' íusálmana. Hann segir svo í bók sinm „Vettvangur dagsins": „Það er vafa' samt, hvort Jesúviðfangsefninu hafa nokkru sinni verið gerð þvílík skil 1 skáldskap sem Passíusálmum Ha gríms Péturssonar, að guðspjöllunum fráskildum. Það má mikið vera, e Passíusálmar eru ekki tindur sérstaki ar öldu í heimsbókmenntunum, urn, leið og skáldsnilld fslendinga ncet þeim hámarki í annað sinn". Þá seg1 nóbelsskáldið, að þeir kostir, sen1 vegi þyngst í skáldskap séra Ha

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.